Hafa ekki veitt undanþágur frá innflutningsbanni

Gildistöku banns bandarískra yfirvalda við innflutningi sjávarafurða frá ríkjum er …
Gildistöku banns bandarískra yfirvalda við innflutningi sjávarafurða frá ríkjum er heimila sjávarspendýr sem meðafla við fiskveiðar til Bandaríkjanna hefur verið frestað til fyrsta janúar 2023. Slíkur meðafli er algengur við grásleppuveiðar og aðrar netaveiðar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Banda­rísk yf­ir­völd hafa ekki veitt Íslend­ing­um nein­ar und­anþágur frá ákvæðum laga sem banna inn­flutn­ing á sjáv­ar­af­urðum þar sem sjáv­ar­spen­dýr er meðafli veiða. Þá seg­ir at­vinnu­vegaráðuneytið í svari við fyr­ir­spurn 200 mílna að það sé gert ráð fyr­ir að ís­lensk­ar afurðir sem upp­fylla ekki skil­yrða lag­anna fá ekki inn­flutn­ings­leyfi í Banda­ríkj­un­um.

Gildis­töku banns banda­rískra yf­ir­valda hef­ur verið frestað til fyrsta janú­ar 2023, en bannið átti að taka gildi fyrsta janú­ar 2022, að því er fram kem­ur í svari at­vinnu­vegaráðuneytisn­ins.

Þor­lák­ur Hall­dórs­son, frá­far­andi formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, er meðal þeirra sem hafa lýst veru­leg­um áhyggj­um af bann­inu þar sem það get­ur haft þau áhrif að hætta þurfi veiðum þar sem tölu­verð hætta er á að sjáv­ar­spen­dýr verði meðafli. Hef­ur hann sér­stak­lega vísað til grá­sleppu­veiða og annarra neta­veiða, en bannið hef­ur valdið áhyggj­um allt frá ár­inu 2017 þegar lög­in voru sett þar ytra.

Gripið til aðgerða

„Viðbúið er að afurðir úr þeim veiðum þar sem meðafli er yfir mörk­um fái ekki inn­flutn­ings­leyfi, en þó ligg­ur ekki fyr­ir end­an­leg af­greiðsla banda­rískra yf­ir­valda á hvernig verður farið með afurðir úr mis­mun­andi veiðum frá ein­staka lönd­um. Verði sótt um leyfi til inn­flutn­ings á grá­sleppu­af­urðum til Banda­ríkj­anna eru ein­hverj­ar lík­ur til að afurðir úr öll­um veiðum sem sam­an­lagt fara yfir meðafla­mark lendi í sömu tak­mörk­un­um, þ.e. all­ar veiðar þar sem land- eða út­sel­ur kem­ur í veiðarfæri en grá­sleppu­veiðar eru þær einu sem fara yfir meðafla­markið,“ seg­ir í svari at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins.

Íslensk stjórn­völd hafa þegar leitað leiða til þess draga úr meðafla sjáv­ar­spen­dýra til að mæta kröf­um banda­rískra laga, sér­stak­lega í sam­bandi við grá­sleppu­veiðar, að því er fram kem­ur í svari ráðuneyt­is­ins. Vísað er til þess að bann hef­ur verið sett við sel­veiðum og að gripið hafi verið til svæðalok­ana í grá­sleppu­veiðum.

Þá hef­ur einnig verið lögð áhersla á að fá ít­ar­legri og ná­kvæm­ari upp­lýs­ing­ar úr afla­dag­bók­um veiðiskipa svo hægt verði að greina tíma- og svæðaskipt­ingu meðafl­ans, en slík kort­lagn­ing er tal­in nauðsyn­leg til að afla þekk­ing­ar sem get­ur verið grund­völl­ur frek­ari aðgerða.

„Áhersla stjórn­valda er að byggja all­ar aðgerðir á traust­um vís­inda­leg­um grunni og taka þátt í tví­hliða, alþjóðlegu sem og svæðis­bundnu sam­starfi um þróun aðferða til að lág­marka meðafla sjáv­ar­spen­dýra.“

Þá seg­ir í svari ráðuneyt­is­ins að enn liggi ekki fyr­ir „end­an­leg af­greiðsla banda­rískra yf­ir­valda á hvernig verður farið með afurðir úr mis­mun­andi veiðum frá ein­staka lönd­um en þann 2. nóv­em­ber sl. barst til­kynn­ing frá banda­rísk­um stjórn­völd­um um að frest­ur til að skila gögn­um væri fram­lengd­ur frá 1. mars 2021 til 30. nóv­em­ber 2021 og að regl­urn­ar tækju gildi 1. janú­ar 2023 í stað 1. janú­ar 2022,“ seg­ir í svari at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins.

Rætt við hvert tæki­færi

Ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur einnig átt hlut­verki að gegna og hef­ur ásamt „sendi­ráði Íslands í Washingt­on haldið uppi virkri vökt­un og hags­muna­gæslu vegna máls­ins í sam­ráði við at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið frá ár­inu 2017,“ að því er seg­ir í svari ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn blaðamanns. Þá seg­ir að „eng­ar und­anþágur hafa verið veitt­ar frá ákvæðum um meðafla“.

Ráðuneytið kveðst hafa „nýtt hvert tæki­færi sem gefst til þess að vekja at­hygli á þeim áhrif­um sem ákvæðin sem banna meðafla geta haft á inn­flutn­ing á sjáv­ar­af­urðum frá Íslandi, m.a. á fund­um ut­an­rík­is­ráðherra, sendi­herra og annarra full­trúa ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins við banda­rísk stjórn­völd og emb­ætt­is­menn, nú síðast á fundi í efna­hags­sam­ráði ríkj­anna sem fram fór þriðju­dag­inn 27. októ­ber.“

Grásleppan er mikilvæg afurð fyrir marga smábátasjómenn.
Grá­slepp­an er mik­il­væg afurð fyr­ir marga smá­báta­sjó­menn. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Auk þess taka Íslend­ing­ar þátt í „reglu­legu sam­ráði fisk­veiðiþjóða þar sem lög­gjöf­in hef­ur verið til umræðu og skipst er á upp­lýs­ing­um um ferlið, sam­skipti við banda­rísk stjórn­völd og af­leiðing­ar banns­ins, m.a. til að tryggja að sömu kröf­ur séu gerðar til allra fisk­veiðiþjóða“.

Fram kem­ur í svari ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins að það sé NOAA-stofn­un­in (Nati­onal Oce­anic and At­mospheric Adm­in­istrati­on) sem sjái um öfl­un gagna og inn­leiðingu á ákvæði lag­anna gagn­vart fisk­veiðiþjóðum, en stofn­un­in heyr­ir und­ir viðskiptaráðuneyti Banda­ríkj­anna. Þá hef­ur sendi­ráðið í Washingt­on átt í sam­skipt­um við NOAA og við viðskiptaráðuneytið, ut­an­rík­is­ráðuneytið og sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi í Banda­ríkj­un­um vegna máls­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: