Launagreiðendum fækkaði um 3,8%

Atvinnuleysi hefur aukist mikið að undanförnu og stendur nú í …
Atvinnuleysi hefur aukist mikið að undanförnu og stendur nú í 10%. mbl.is/Kristinn Magnússon

Launa­greiðend­um hér­lend­is í viðskipta­hag­kerf­inu fækkaði um 3,8% á milli ág­úst­mánaðar síðasta árs og ág­úst­mánaðar þessa árs. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Hag­stofu Íslands. 

Í ág­úst síðastliðnum voru 14.467 launa­greiðend­ur í viðskipta­hag­kerf­inu sem er fækk­un um 575 eða 3,8% frá ág­úst 2019.

Eins og áður hef­ur komið fram hef­ur at­vinnu­leysi auk­ist veru­lega hér­lend­is og var um 10% í októ­ber. Þá voru tæp­lega 20 þúsund ein­stak­ling­ar án vinnu og um þrjú þúsund í minnkuðu starfs­hlut­falli.

mbl.is