Launagreiðendum hérlendis í viðskiptahagkerfinu fækkaði um 3,8% á milli ágústmánaðar síðasta árs og ágústmánaðar þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.
Í ágúst síðastliðnum voru 14.467 launagreiðendur í viðskiptahagkerfinu sem er fækkun um 575 eða 3,8% frá ágúst 2019.
Eins og áður hefur komið fram hefur atvinnuleysi aukist verulega hérlendis og var um 10% í október. Þá voru tæplega 20 þúsund einstaklingar án vinnu og um þrjú þúsund í minnkuðu starfshlutfalli.