„Nú er maður kominn á gólfið“

GPG Seafood skipar mikilvægan sess í atvinnulífinu á Norðurlandi eystra …
GPG Seafood skipar mikilvægan sess í atvinnulífinu á Norðurlandi eystra og furðar Gunnar Gíslason, nýr framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sig á því að fleiri hundruð tonna byggðakvóti hafi verið tekinn af Húsvíkingum. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Það kom mörg­um sem þekkja Gunn­ar Gísla­son á óvart að hann skyldi flytja ásamt fjöl­skyldu sinni til Húsa­vík­ur eft­ir að hafa búið alla ævi á Seltjarn­ar­nesi, en hann var ný­verið ráðinn í starf fram­kvæmda­stjóra GPG Sea­food og tók til starfa við upp­haf nýs fisk­veiðiárs, fyrsta sept­em­ber.

Gunn­ar kveðst alls ekki sjá eft­ir ákvörðun­inni. „Gunn­laug­ur [Karl Hreins­son, eig­andi GPG] bauð mér þetta starf eft­ir að Páll [Kristjáns­son] færði sig um set, þá bauð hann mér þetta og maður stökk á þetta. Gam­an að fara í eitt­hvað nýtt og gott að búa hérna,“ seg­ir Gunn­ar.

„Það sem kom mér á óvart var að er­lendu markaðirn­ir voru líf­legri en maður hélt,“ seg­ir Gunn­ar. Hann seg­ir það sé farið að hægja aðeins á mörkuðum nú, eft­ir að fregn­ir fóru að ber­ast af frek­ari út­breiðslu kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Grásleppa skorin hjá GPG fiskverkun.
Grá­sleppa skor­in hjá GPG fisk­verk­un. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

„Það er búið að loka veit­inga­stöðum víða aft­ur og farið að herða aðgerðir, þannig að það er óvissa tengd því. Hins veg­ar erum við líka að vinna létt­söltuð flök á Raufar­höfn og þau rúlla reglu­lega út á markaðinn. Í þurrkaða fisk­in­um fer hann reglu­lega út til Níg­er­íu. Síðan er það salt­fisk­ur­inn sem við erum að vinna einnig núna inn á Ítal­íu og Spán, það er þyngri staða þar en oft áður á haust­in og helsta ástæðan er að Covid sé að ýkja þetta, eins og ný­leg­ar frétt­ir frá Barcel­óna segja okk­ur þar sem ákveðið var að loka öll­um veit­inga­stöðum.“

Von­ar að veir­an komi ekki til Húsa­vík­ur

Gunn­ar seg­ir hins veg­ar sept­em­ber og októ­ber oft ró­leg­an árs­tíma í veiðum. „Þannig að það er kannski lán í óláni að markaðirn­ir eru ekki á fleygi­ferð líka. Síðan hef­ur al­mennt auk­ist mjög hratt í veiðum og vinnslu um miðjan októ­ber. [...] Okk­ar helsti tími í salt­fisk­in­um er eft­ir ára­mót inn á markaði í Portúgal og á Spáni, svo von­andi verður vinnsl­an og markaðir á góðu róli eft­ir ára­mót­in. Það er eitt­hvað verið að fram­leiða fyr­ir ít­alska markaðinn með jóla­neysl­una í huga, en svo er maður að heyra að það sé tölu­vert til af birgðum af salt­fiski meðal ann­ars í Nor­egi og víðar, sem menn héldu að myndi selj­ast hraðar og fyrr, en það virðist ekki al­veg hafa gengið eft­ir.

Við erum þokka­lega bratt­ir þrátt fyr­ir allt sam­an. Það er víða þungt hljóð á mörkuðum. Okk­ar kúnn­ar hafa verið að bregðast við með því að beina afurðum meira inn í smá­söl­una [eins og gerðist í vor þegar sala í smá­sölu sjáv­ar­af­urða jókst þegar sam­drátt­ur varð í sölu til veit­inga­húsa]. Sem bet­ur fer þarf fólk að borða og þá þurf­um við að hafa góðan fisk til að bjóða því.“

Línuskipið Hörður Björnsson ÞH 260 er gerður út af GPG.
Línu­skipið Hörður Björns­son ÞH 260 er gerður út af GPG. Ljós­mynd/​Gunn­ar Páll Bald­urs­son

Þá seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn mik­il­væg­an þátt í að tak­ast á við þær áskor­an­ir sem eru fram und­an vera mannauðinn. „Það eru spenn­andi tím­ar fram und­an en það er alltaf ein­hver óvissa, en hér er gott starfs­fólk í vinnsl­un­um og góðir sjó­menn – við erum með þrjá báta á fullu. Þótt það komi kannski upp ein­hverj­ir hnökr­ar er þetta allt mjög öfl­ugt fólk sem leys­ir úr mál­un­um. Mörg búin að vera starf­andi í mörg ár og með mikla reynslu, þau hafa séð erfiða og bjarta tíma í þessu.“

Hann út­skýr­ir að tekið hafi verið upp sér­stakt verklag til að gæta sótt­varna og aðkoma í starfs­stöðvarn­ar hafi verið tak­mörkuð. „Við von­um bara að veir­an komi ekki til Húsa­vík­ur.“

Lær­ir alltaf eitt­hvað nýtt

Gunn­ar kveðst þekkja sjáv­ar­út­vegs­geir­ann vel þrátt fyr­ir að hann komi af möl­inni. „Það skemmti­lega við þetta er að ég byrjaði í sjáv­ar­út­vegi 1996 í Sölu­miðstöð hraðfrysti­hús­anna og var þar nokk­ur ár. Síðan var ég nátt­úr­lega í fjár­málaiðnaðinum að vinna að fjár­mál­um fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn og þekki inn á grein­ina, en nú er maður kom­inn á gólfið. Í morg­un var verk­stjór­inn veik­ur og þá þurfti maður að hlaupa hérna niður í vinnsl­una og koma henni í gang,“ seg­ir Gunn­ar og hlær.

„Maður lær­ir alltaf eitt­hvað nýtt á hverj­um degi. Það er margt að ger­ast fyr­ir nýj­an mann. Maður vissi nú alltaf að þetta væri mjög lif­andi grein og skemmti­leg.“

Þá seg­ir hann allt aðra upp­lif­un að vera með beina aðkomu að verðmæt­un­um sem verið er að skapa. „Maður átt­ar sig ekki sjálf­krafa á því hvað það eru mik­il verðmæti í ein­um fiski. Þetta eru fleiri þúsund­kall­ar og það þarf að passa upp á að meðhöndla hvern fisk vel. Núna snýst ein­mitt allt um að auka stöðugt öll gæði al­veg frá veiðum og í gegn­um vinnsl­una til að auka sölu­lík­ur á afurðinni.“

Nóg að gera í söltun.
Nóg að gera í sölt­un. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Það er ým­is­legt sem kem­ur á óvart þegar maður kynn­ist aðstæðum bet­ur að sögn Gunn­ars. „Það sem meðal ann­ars hef­ur verið skrýtið fyr­ir svona aðkomu­mann eins og mig er að upp­götva að það er eng­inn byggðakvóti á Húsa­vík. Af því að við fór­um yfir tvö þúsund manna markið í íbúa­fjölda var fjög­ur til fimm hundruð tonna byggðakvóti bara tek­inn í burtu á sín­um tíma.“

Tel­ur hann ein­mitt ástæðu núna til þess að skoða hvort hægt sé að ráðstafa aukn­um kvóta til svæðis­ins til að styrkja at­vinnu­stigið. Bend­ir Gunn­ar á að held­ur lít­il starf­semi sé á Bakka og veru­leg­ur sam­drátt­ur hafi orðið í ferðaþjón­ustu. „Öll um­svif í bæn­um hafa minnkað mjög mikið. Mér finnst þurfa að bregðast við með ein­hverri aðstoð.“

Styrkja heima­byggð

Það er vissu­lega ákveðin áskor­un að stýra fyr­ir­tæki sem er með starf­semi á fleiri stöðum að sögn Gunn­ars og kveðst hann reglu­lega koma við á starfs­stöðvum fyr­ir­tæk­is­ins, en sem bet­ur fer er hægt að nýta fjar­skipta­tækn­ina til að leysa úr mál­um og tryggja sam­skipt­in enda vega­lengd­irn­ar ekki sam­bæri­leg­ar og inn­an höfuðborg­ar­svæðis­ins. „Það eru 150 kíló­metr­ar inn á Raufar­höfn. Maður hopp­ar ekki upp í bíl til að taka einn fund,“ seg­ir Gunn­ar og hlær en GPG er með starfs­stöðvar á Húsa­vík, Raufar­höfn og á Bakkaf­irði.

Hann seg­ir bjart fram und­an þrátt fyr­ir óvissu á mörkuðum. „Við erum búin að vera að byggja upp fína vinnslu á Raufar­höfn og höld­um því áfram. Á Bakkaf­irði höf­um við fjár­fest tölu­vert und­an­farið og ætl­um að byggja það enn frek­ar upp. Bakka­fjörður er hluti af átak­inu brot­hætt­ar byggðir og við ætl­um að gera okk­ar besta í því að styrkja byggðina með öfl­ugri vinnslu og út­gerð á svæðinu. Síðan á Húsa­vík erum við að keyra salt­fisk­vinnsl­una og þurrk­un­ina eins mikið og við get­um. Við vilj­um halda áfram að byggja fyr­ir­tækið upp og styrkja heima­byggð.“

Von er á nýj­um línu­bát frá Vík­ing­bát­um um ára­mót­in, að sögn Gunn­ars. Nýi bát­ur­inn er tal­inn munu skila meiri veiðigetu og betri aflameðferð og mun þetta auka hrá­efnis­ör­yggi. „Allt þetta von­umst við til að styrki okk­ar rekst­ur og byggðir á hverj­um stað fyr­ir sig sem og styrki heild­ina hjá okk­ur í GPG Sea­food.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: