„Náðum einhvern veginn alltaf að blotna“

Hallveig Karlsdóttir byrjaði ung að vinna í fiski og þegar …
Hallveig Karlsdóttir byrjaði ung að vinna í fiski og þegar hún var komin í háskóla ákvað hún að færa sig úr viðskiptafræði yfir í sjávarútvegsfræði. Árið hefur verið krefjandi enda kórónuveirufaraldurinn flækt störf gæðastjóra í sjávarútvegi til muna.

Áhugi Hall­veig­ar Karls­dótt­ur á sjáv­ar­út­vegi kviknaði snemma. Hún ólst upp á Borg­ar­f­irði eystri og minn­ist þess að hafa strax sem barn verið feng­in til að leysa ýmis verk­efni af hendi í fisk­verk­un föður síns, Karls Sveins­son­ar.

„Ég hef verið pínu­lít­il þegar ég byrjaði að vinna en elsta minn­ing­in sem ég á úr fisk­vinnsl­unni er af mér og bekkjar­bróður mín­um, báðum klædd­um í hanska sem náðu al­veg upp að öxl­um, önn­um kaf­in við að pækla fisk. Til að ná neðstu fisk­un­um upp úr kar­inu þurft­um við að standa á kassa og náðum ein­hvern veg­inn alltaf að blotna, enda voru hand­legg­irn­ir stutt­ir,“ seg­ir Hall­veig en hún er í dag gæðastjóri Skinn­eyj­ar-Þinga­ness á Höfn í Hornafirði.

Hall­veig fædd­ist árið 1988 og seg­ir að ár­gang­ur henn­ar í grunn­skól­an­um hafi verið nokkuð stór og öll börn­in með sterka teng­ingu við sjáv­ar­út­veg­inn. „Þegar mikið var að gera, bát­ar á sjó og vönt­un á mann­skap í aðgerð var ég send í skól­ann með skil­boð um að boða fólk í vinnu og man ég að við vor­um öll af­skap­lega dug­leg og vinnu­söm. Okk­ur fannst gam­an að fá að vinna með full­orðna fólk­inu og auðvitað vor­um við í störf­um sem voru bæri ein­föld og ekki hættu­leg, og fylgst náið með okk­ur.“

Skip Skinney-Þinganess setja svip sinn á Höfn, en fyrirtækið skiptir …
Skip Skinn­ey-Þinga­ness setja svip sinn á Höfn, en fyr­ir­tækið skipt­ir miklu máli í at­vinnu­lífi Horn­f­irðinga. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Þegar hún var kom­in í há­skóla rann upp fyr­ir Hall­veigu að það gæti verið upp­lagt fyr­ir hana að afla sér mennt­un­ar sem gæti nýst í sjáv­ar­út­vegi. „Áður hafði ég lokið námi í hestatamn­ing­um frá Hóla­skóla en skrái mig síðan í viðskipta­fræðinám hjá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Ég var á öðru ári í nám­inu þegar ég fann að sjáv­ar­út­veg­ur­inn kallaði á mig og áttaði mig á að þar biðu mín fjöl­breytt­ir starfs­mögu­leik­ar.“

Hall­veig fékk stór­an hluta viðskipta­fræðináms­ins met­inn upp í gráðu í sjáv­ar­út­vegs­fræðum og blómstraði í nám­inu. Hún hafði ekki út­skrif­ast frá HA þegar henni var boðið starf gæðastjóra. „Ég þekkti aðeins til hjá Skinn­ey-Þinga­nesi haf­andi stundað nám með vinnslu­stjór­an­um, og var ráðin sem gæðastjóri til að stýra gæðamál­um bæði hjá starfs­stöð fyr­ir­tæk­is­ins á Höfn og í bol­fisk­vinnsl­unni sem fé­lagið rek­ur á Þor­láks­höfn.“

Ná­kvæm­ir og mik­il­væg­ir ferl­ar

Að sögn Hall­veig­ar er al­gengt að fólk skilji ekki í hverju hlut­verk gæðastjóra er fólgið og marg­ir sem halda að starfið snú­ist fyrst og fremst um sýna­tök­ur. „Það er vissu­lega hluti af starf­inu að taka sýni til skoðunar en öðru frem­ur ber gæðastjór­inn ábyrgð á flókn­um gæðakerf­um og verklags­regl­um sem ná yfir alla ferla jafnt frá veiðum og vinnslu til flutn­inga.“

Hall­veig seg­ir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í dag fylgja ströng­um stöðlum sem bæði eiga að tryggja há­marks­gæði og mat­væla­ör­yggi fram­leiddra afurða. Eru hafðar nán­ar gæt­ur á fisk­in­um og hvert skref vaktað og skrá­sett í þaula. Er þetta m.a. gert til að full­nægja vott­un­ar­skil­yrðum og mæta kröf­um kaup­enda, og skipt­ir miklu máli að haldið sé utan um gæðaeft­ir­litið af fag­mennsku. „Kaup­end­ur gera æ rík­ari kröf­ur um mat­væla­ör­yggi og þurf­um við að geta fram­vísað öll­um þeim gögn­um sem óskað er eft­ir þegar gerðar eru út­tekt­ir á fram­leiðslunni.“

Vinn­an er fjöl­breytt en býður líka upp á ákveðinn sveigj­an­leika. „Vinnu­tím­inn er til­tölu­lega reglu­leg­ur en mik­il­vægt að vera til staðar á meðan vinnsla er í gangi. Meiri sveigj­an­leiki er í þeim hluta starfs­ins sem snýr að frá­gangi skjala og finnst mér ágætt að sinna þeim verk­um seinni part dags eða um helg­ar.“

Með hags­muni neyt­enda að leiðarljósi

Ekki ætti að koma á óvart að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hef­ur flækt starf­sem­ina hjá Skinn­ey-Þinga­nesi. Eins og önn­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hef­ur út­gerðin þurft að tryggja bæði að far­ald­ur­inn raski ekki fram­leiðslu eða hafi áhrif á ör­yggi þeirra mat­væla sem fyr­ir­tækið sel­ur. Seg­ir Hall­veig að hafi m.a. verið ráðist í víðtækt áhættumat þar sem rýnt var í alla ferla og mögu­lega áhættuþætti, s.s. hvað snert­ir starfs­fólkið, hrá­efnið og umbúðirn­ar. „Við þurft­um að end­ur­meta kerfið allt út frá þess­um eina þætti enda mat­væla­ör­yggi okk­ar aðal­verk­efni ásamt af­hend­ingarör­yggi fram­leiddra afurða.“

Fiskurinn á færibandinu í vinnslunni í Höfn.
Fisk­ur­inn á færi­band­inu í vinnsl­unni í Höfn.

Var gripið til þess ráðs að aðskilja hópa starfs­manna eins og frek­ast var unnt, m.a. með það fyr­ir aug­um að ef smit kæmi upp myndi nægja að setja einn hóp í ein­angr­un og þannig halda starf­semi gang­andi. „Það sem má ekki ger­ast er að við miss­um alla út og að fram­leiðslan lam­ist. Við þurf­um að tryggja ör­yggi starfs­fólks okk­ar en líka tryggja að neyt­end­ur verði ekki fyr­ir rösk­un á fram­boði sjáv­ar­af­urða,“ seg­ir Hall­veig og bæt­ir við að aðgerðir fé­lags­ins vegna far­ald­urs­ins hafi gengið af­skap­lega vel.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: