Styttist í útboð á rannsóknaskipi fyrir Hafró

Hálf öld er síðan Bjarni Sæmundsson var tekinn í notkun.
Hálf öld er síðan Bjarni Sæmundsson var tekinn í notkun. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Haf­rann­sókna­stofn­un vinn­ur nú með Rík­is­kaup­um að gerð útboðs vegna smíði nýs haf­rann­sókna­skips.

Sig­urður Guðjóns­son, for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar, sagði á árs­fundi á föstu­dag að vel hefði verið unnið að und­ir­bún­ingi smíðinn­ar með þarfagrein­ingu, frum­hönn­un og verðkönn­un­um. Von­andi yrði hægt að hefja smíðina á næsta ári en gert væri ráð fyr­ir tveggja ára smíðatíma.

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra vék að nýja haf­rann­sókna­skip­inu í ávarpi á árs­fund­in­um. Sagði hann að skammt væri þar til smíði þess hæf­ist og myndi nýtt skip nýt­ast stofn­un­inni vel til efl­ing­ar á rann­sókn­um sín­um.

Alþingi samþykkti ein­róma á sér­stök­um hátíðar­fundi á Þing­völl­um sum­arið 2018 í til­efni 100 ára full­veldisaf­mæl­is að smíða nýtt haf­rann­sókna­skip í stað Bjarna Sæ­munds­son­ar sem er 50 ára. Samþykkt var að ríkið léti 3,5 millj­arða króna renna til hönn­un­ar og smíði nýja skips­ins. Hitt skip Hafró, Árni Friðriks­son, sem var smíðað árið 2000, verður áfram í rekstri, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: