ÚR meðal aðalstyrktaraðila Sjávarklasans

Runólfur V. Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, og Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska …
Runólfur V. Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, og Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, við undirritun samstarfssamnings. Ljósmynd/Aðsend

Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur hf. verður einn af aðalstyrkt­araðilum Íslenska sjáv­ar­klas­ans en und­ir­ritaður hef­ur verið samn­ing­ur um áfram­hald­andi sam­starf, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu. Þar seg­ir að sam­starfs­samn­ing­ur­inn sé liður í stefnu­mót­un ÚR sem miðar að því að víkka starf­semi fé­lags­ins og vinna að ný­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi og ann­arri hafsæk­inni at­vinnu­starf­semi.

Þá mun ÚR styðja sér­stak­lega við frum­kvöðla sem eru að stíga fyrstu skref­in við að þróa nýj­ung­ar í hafsæk­inni starf­semi.

Framtíðin bygg­ist ekki á að auka landaðan afla

„Sam­starf okk­ar við Sjáv­ar­klas­ann er liður í viðleitni fé­lags­ins til að vinna að ný­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi og nýta tæki­fær­in í bláa hag­kerf­inu til að auka verðmæti sjáv­ar­fangs. […] Framtíðin í grein­inni bygg­ist ekki á að auka þann tak­markaða afla sem að landi kem­ur, held­ur auka verðmæti hans,“ seg­ir Run­ólf­ur V. Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri ÚR.

Íslenski sjáv­ar­klas­inn er vett­vang­ur fyr­ir sam­starf frum­kvöðla og fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og haf­tengdri starf­semi. Í Húsi sjáv­ar­klas­ans við Grandag­arð er sam­fé­lag yfir 80 aðila sem vinna að fisk­sölu, sjáv­ar­út­vegs­tækni, fisk­eldi, líf­tækni og marg­vís­legri ný­sköp­un.

„Á næsta ári eru 10 ár frá stofn­un Íslenska sjáv­ar­klas­ans. Það fjöl­breytta starf sem fram hef­ur farið á vett­vangi klas­ans hefði aldrei orðið jafn öfl­ugt ef ekki hefði komið til stuðning­ur og áhugi öfl­ugra sam­starfs­fyr­ir­tækja á borð við Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur. Fram und­an eru spenn­andi tím­ar hjá Sjáv­ar­klas­an­um þar sem lögð verður áhersla á að virkja ný­sköp­un­ar­um­hverfið til að skapa verðmæti fyr­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg, auka sjálf­bærni og bæta allt um­hverfi hafs­ins,“ seg­ir Berta Daní­els­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Íslenska sjáv­ar­klas­ans.

mbl.is