Eigin vinnsla kemur til greina

Unnið við sjókvíar hjá Arctic Fish á Vestfjörðum. Forstjóri fyrirtækisins …
Unnið við sjókvíar hjá Arctic Fish á Vestfjörðum. Forstjóri fyrirtækisins segir fjármagnið sem fæst með hlutafjárútboði vera ætlað uppbyggingu reksturs hér á landi. mbl.is/Helgi Bjarnason.

Áhuga­vert er fyr­ir Arctic Fish að fá ís­lenska líf­eyr­is­sjóði í hlut­hafa­hóp­inn en einnig aðra fjár­festa, að sögn for­stjór­ans. Hluta­fjárút­boði er ætlað að skapa mögu­leika til fjár­fest­inga til að styrkja fyr­ir­tækið. Ekki hef­ur verið ákveðið hvort það bygg­ir upp eig­in laxa­vinnslu eða slátr­ar í sam­vinnu við önn­ur fyr­ir­tæki.

Stein Ove Tveiten
Stein Ove Tveiten

Vest­firska fisk­eld­is­fyr­ir­tækið Arctic Fish til­kynnti á dög­un­um að það hefði fengið banka og ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki til að kanna mögu­leika á skrán­ingu fé­lags­ins á Merk­ur-markaðinn í kaup­höll­inni í Ósló. Í tengsl­um við þessi áform verður nýtt hluta­fé boðið út. Eign­ar­halds­fé­lög Fisk­eld­is Aust­fjarða og Arn­ar­lax voru skráð á þenn­an markað fyrr á þessu ári, einnig í tengsl­um við hluta­fjáraukn­ingu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Steins Oves Tveitens, for­stjóra Arctic Fish, hef­ur fyr­ir­tækið áhuga á að fá ís­lenska fjár­festa til að taka þátt í upp­bygg­ing­unni. Nán­ar spurður um þetta seg­ir hann að áhuga­vert væri að fá ís­lenska líf­eyr­is­sjóði til liðs við fyr­ir­tækið ásamt öðrum fjár­fest­um. Al­mennt kveðst hann vona að ís­lensk­ir fjár­fest­ar sjái mögu­leika og ávinn­ing af því að taka þátt í viðskipt­um framtíðar­inn­ar.

Þörf á fjár­fest­ing­um

Ekki hef­ur verið upp­lýst hversu mikið hluta­féð verður aukið. Stein Ove seg­ir að fyr­ir­tækið sjái afar áhuga­verð verk­efni og mögu­leika í framtíðinni sem það vilji hrinda í fram­kvæmd. For­stjór­inn seg­ir stefnt að því að full­nýta fram­leiðslu­getu fyr­ir­tæk­is­ins með sér­stakri áherslu á seiðafram­leiðslu en einnig að sjá til þess að nauðsyn­leg fram­leiðslu­geta verði í framtíðinni í slátrun og pökk­un.

Arctic Fish nýt­ir vinnsl­una á Bíldu­dal, sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi við Arn­ar­lax. Ekki hef­ur verið ákveðið hvernig staðið verður að þeim mál­um í framtíðinni. Bæði komi til greina sam­vinna við aðra og eig­in lausn­ir, að sögn for­stjór­ans. Seg­ir Stein Ove ljóst að þörf sé á fjár­fest­ing­um í framtíðinni til að styrkja fyr­ir­tækið. Mark­mið þess ferl­is sem það er nú með í gangi sé að tryggja nauðsyn­lega getu til fjár­fest­inga.

Vilja frek­ar bæta við sig

Norway Royal Salmon, NRS, sem á 50% hluta­fjár Arctic Fish, hef­ur lýst því yfir að fyr­ir­tækið hygg­ist ekki selja neitt af sín­um hlut og frek­ar gefið til kynna að það hafi áhuga á að auka við sig og eign­ast þannig meiri­hlut­ann. Pólski at­hafnamaður­inn Jerzy Malek á 47,5% hluta­fjár. Ekk­ert hef­ur verið gefið út um áform hans í tengsl­um við skrán­ing­ar­ferlið eða smærri hlut­haf­ana.

Gert hef­ur verið ráð fyr­ir að fé­lagið verði skráð á Merk­ur-markaðinn á fyrsta fjórðungi næsta árs.

Seiðastöð Arctic Fish í Tálknafirði.
Seiðastöð Arctic Fish í Tálknafirði.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: