Fóðra lax með timbri í Grindavík

Eldislaxinn í eldisstöð Hafrannsóknastofnunar í Grindavík fær nú fóður sem …
Eldislaxinn í eldisstöð Hafrannsóknastofnunar í Grindavík fær nú fóður sem unnið er úr timbri. Um er að ræða þróunarverkefni til fjögurra ára. Ljósmynd/Móna Lea Ottósdóttir/Hafrannsóknastofnun

Það er ekki hægt að segja annað en að sér­lega frum­legt þró­un­ar- og rann­sókna­verk­efni er nú í full­um gangi við eld­is­stöð Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í Grinda­vík. Þar er unnið að til­rauna­verk­efni fyr­ir Matís, þar sem lax er al­inn á fóðri sem upp­runnið er úr timbri, að því er fram kem­ur á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

„Að sjálf­sögðu er ekki mikið prótein í timbri sem fisk­ar gætu melt en verið er að þróa aðferð þar sem auka­af­urðum, svo sem sagi úr vinnslu lauf­trjáa, er umbreytt í fá­sykr­ur sem ákveðin gerð ger­sveppa get­ur nýtt sér og mynd­ar úr þeim svo­kallað ein­frumu­prótein (e. Single cell protein). Þetta ein­frumu­prótein hef­ur hag­stæða amínó­sýru­sam­setn­ingu sem jafn­ast á við fiski­mjöl,“ út­skýr­ir Ragn­ar Jó­hanns­son, sviðsstjóri fisk­eld­is og fiski­rækt­un­ar hjá Haf­rann­sókna­stofn­un.

Verk­efnið, sem er til fjög­urra ára, er hluti af Evr­ópu­verk­efn­inu Syl­feed og snýst um að búa til prótein úr auka­af­urðum frá skóg­ariðnaði. Haf­rann­sókna­stofn­un er nú að fóðra tölu­vert magn af eld­islaxi á fóðrinu og eru gerðar mæl­ing­ar á vexti fisks­ins og fóður­nýt­ingu.

Sam­keppn­in um prótein vax­andi

„Til að ala fisk, og reynd­ar fleiri dýr svo sem kjúk­ling og svín, þarf prótein­ríkt fóður. Stór hluti fóðurs í dag er úr jurta­próteini, gjarn­an sojamjöli. Lax get­ur þó ekki verið jurta­æta ein­göngu og verður að fá hluta próteins úr dýra­rík­inu og þá er notað fiski­mjöl. Fiski­mjöl er unnið með bræðslu upp­sjáv­ar­fiska sem er tak­mörkuð auðlind og upp­sjáv­ar­fisk­ar fara í auknu mæli beint til mann­eld­is. Mjölið sem fram­leitt er í þessu verk­efni get­ur upp­fyllt vax­andi þörf fyr­ir dýra­prótein til fisk­eld­is og annarr­ar mat­væla­fram­leiðslu,“ út­skýr­ir Ragn­ar og bæt­ir við að sam­keppni um prótein í heim­in­um fari ört vax­andi.

Arbiom bindur miklar vonir við að sag geti nýst sem …
Arbi­om bind­ur mikl­ar von­ir við að sag geti nýst sem fóður í dýr­ara­æt, meðal ann­ars fisk­eldi. Ljós­mynd/​Arbi­om

Aðferðir sem þess­ar við fóður­fram­leiðslu eru tald­ar stuðla að auknu fæðuör­yggi í Evr­ópu, en þar eru mögu­leik­ar að fram­leiða mjög mikið magn af ein­frumu­próteini.

Um er að ræða alþjó­legt verk­efni en auk  Matís taka alls tíu stofn­an­ir og fyr­ir­tæki þátt í sam­starf­inu, þar á meðal fyr­ir­tæk­in Arbi­om (sem er bæði með rekst­ur í Banda­ríkj­un­um og í Frakklandi), Nor­ske Skog (Nor­egi), Gol­bey (Frakklandi) og Fóður­verk­smiðjan Laxá.

mbl.is