Krúttleikinn tók yfir

Dagrún Matthíasdóttir hefur í nógu að snúast að kenna, vinna …
Dagrún Matthíasdóttir hefur í nógu að snúast að kenna, vinna að myndlist og sjá um þrettán ketti. Hún segir langa biðlista vera eftir þessari tegund. mbl.is/Ásdís

Það er nota­legt um að lit­ast í litla sæta hús­inu henn­ar Dagrún­ar í miðbæ Ak­ur­eyr­ar, en hún býr þar ásamt eig­in­manni sín­um. Heima­sæt­an er flutt að heim­an og býr nú er­lend­is, en á heim­il­inu er líf og fjör. Þar búa nefni­lega þrett­án kett­ir! Yfir góðum kaffi­bolla ræðum við um list­ina en ekki síður um katta­á­stríðu lista­kon­unn­ar.

Mál­verk og gjörn­ing­ar

Dagrún er Ísfirðing­ur en endaði á Ak­ur­eyri og kenn­ir hún nú mynd­list í Odd­eyr­ar­skóla. Hún hef­ur rekið galle­rí í ár­araðir; fyrst Dalí og svo lengi vel Mjólk­ur­búðina í Gil­inu.
Meðfram kennslu sinn­ir Dagrún eig­in list­sköp­un og til­heyr­ir hún lista­hópn­um Rösk, hópi fjög­urra lista­kvenna sem vinna að list sinni í vinnu­stof­um í Gil­inu.

Dagrún vinnur mikið í málverkinu og segist sækja innblástur í …
Dagrún vinn­ur mikið í mál­verk­inu og seg­ist sækja inn­blást­ur í snjó og nátt­úru. Ljós­mynd/​Stein­unn Matth­ías­dótt­ir

„Ég er í öll­um miðlum mál­verks­ins og finnst mjög gam­an að gera til­raun­ir. Ég leita mikið í nátt­úr­una og snjó­inn en svo reyni ég að ögra sjálfri mér svo ég fest­ist ekki í einu mynd­efni,“ seg­ir Dagrún.

Svo um dag­inn op­in­beraði ég katta­kerl­ing­una í mér í list­inni. Ég framdi gjörn­ing­inn Læður í Mjólk­ur­búðinni, en það var kattajóga. Ég fékk til liðs við mig Gerði Ósk Hjalta­dótt­ur at­hafna­konu og Önnu Gunn­ars­dótt­ur tex­tíll­ista­konu. Við vor­um í jóga og ég tók alla kett­ling­ana með mér. Svo tóku þeir yfir með krútt­leik­an­um. Það var kannski minna af jóga og meira af kött­um. Við enduðum svo á að stökkva út í gil og dansa ber­fætt­ar.“

Alltaf verið dýra­sjúk

Um allt hús má sjá ró­lega, loðna og afar sér­staka ketti. Þeir eru með flatt and­lit og stór augu og afar krútt­leg­ir, svo ekki sé meira sagt.

Það fer ekki á milli mála að Dagrún er mik­il kisu­kona.

Þrettán kettir af Himalayan Perisan-tegund búa nú á heimili Dagrúnar. …
Þrett­án kett­ir af Himalay­an Per­is­an-teg­und búa nú á heim­ili Dagrún­ar. Átta eru þó á leiðinni á ný heim­ili. Krútt­leik­inn á heim­il­inu er að sprengja alla skala. mbl.is/Á​sdís

„Núna á ég fimm. Tvö gam­al­menni og þrjá rækt­un­ar­ketti. Svo á bæn­um núna eru átta kett­ling­ar. Þannig að það fjölgaði upp í þrett­án. Ég er að rækta þessa teg­und, en ekki mark­visst. Það eru þrjú ár síðan ég var síðast með got,“ seg­ir hún en teg­und­in sem um ræðir er Himalay­an Persi­an. 

„Ég hef alltaf verið dýra­sjúk. Ég myndi eiga hund líka ef maður­inn segði ekki stopp,“ seg­ir hún og hlær.

Ró­leg­ir litl­ir búdd­ar

Dagrún seg­ir gríðarlega eft­ir­spurn vera eft­ir þess­ari teg­und katta.

„Við erum nú þrjár á land­inu sem rækt­um persa og önn­um ekki eft­ir­spurn. Þetta eru í raun okk­ar gælu­dýr þannig að það er eng­in of­ur­fram­leiðsla í gangi. Þess­ir kett­ling­ar sem ég er með núna eru fædd­ir í júlí, í tveim­ur got­um. Ég er búin að finna þeim öll­um heim­ili og það er lang­ur biðlisti,“ seg­ir hún og viður­kenn­ir að það sé mik­il vinna að sjá um þrett­án ketti.

Þessi stillti sér upp og horfði í vélina.
Þessi stillti sér upp og horfði í vél­ina. mbl.is/Á​sdís

 „Þeir éta mikið og svo þarf maður að vera dug­leg­ur að skipta um sand. Þetta eru ekki útikett­ir. Þeir eru svifa­sein­ir og mjög slak­ir. Þetta eru litl­ir búdd­ar. Þeir mundu ekki endi­lega fara af göt­unni þótt bíll kæmi,“ seg­ir hún og bros­ir.

„Þess­ir kett­ir eru öðling­ar, rosa­lega ljúf­ir, glaðir og skemmti­leg­ir. Mjög keln­ir. Ef það er opið inn í svefn­her­bergi koma þeir all­ir upp í. Og þegar það er got er ég eins kon­ar kisu­ljós­móðir. Svo þarf að baða kett­ina og blása af og til.“

Vilja þeir láta blása sig?

„Sum­ir eru hrædd­ir við blás­ar­ann en þeir láta sig hafa það.“

Hann var heldur þungur á brún, þessi hvíti hnoðri.
Hann var held­ur þung­ur á brún, þessi hvíti hnoðri. mbl.is/Á​sdís

Ítar­legt viðtal er við Dagrúnu í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: