Íslenski barinn Nostalgía á Tenerife er án efa hjartað í félagslífinu hjá Íslendingum á eyjunni þess dagana. Í gærkvöld var haldin ekta íslensk fiskiveisla fyrir utan barinn í 27 stiga hita.
Herdís Hrönn Ævarsdóttir og Sævar Lúðvíksson hafa rekið staðinn við góðan orðstír síðastliðin ár. Þau komu heim till Íslands í vor þegar útgöngubann var á Spáni en sneru aftur þegar tók að hausta. Síðustu vikur hafa þau verið dugleg að halda samkomur innan sóttvarnareglna sem eru í gildi.
Í haust hafa þau verið með lambakjötsveislu og kleinuveislu og nú um helgina fiskiveislu. Fram undan er svo hangikjötsveisla um jólin.