Fyrirsætan Sofia Richie lætur fréttir um að fyrrverandi kærasti hennar, Scott Disick, sé kominn með nýja kærustu sem vind um eyru þjóta. Richie er nú stödd á Bahamaeyjum í fjölskyldufríi.
Richie og Disick hættu endanlega saman í ágúst síðastliðnum og síðan þá hefur Disick sést með nokkrum ungum konum. Nú síðast með 19 ára gamalli fyrirsætu, Ameliu Hamlin, og herma sögusagnir að þau séu komin í samband.
Richie hefur ekki verið jafn dugleg við að slá sér upp eins og fyrrverandi kærastinn, enda of upptekin við að sleikja sólina og njóta lífsins á Bahamaeyjum.