Hefði góð áhrif fyrir allt hagkerfið

Útlit er fyrir ágætis loðnuvertíð, að sögn Friðriks Mar Guðmundssonar, …
Útlit er fyrir ágætis loðnuvertíð, að sögn Friðriks Mar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Ljósmynd/Aðsend

„Við höf­um verið þeirr­ar skoðunar að það verði vertíð í vet­ur og við byggj­um það fyrst og fremst á því að 83 millj­arðar ein­stak­linga hafi fund­ist í loðnu­mæl­ing­unni sem fram fór í fyrra­haust,“ seg­ir Friðrik Mar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar á Fá­skrúðsfirði, í sam­tali við 200 míl­ur.

„Það á að gefa viðun­andi loðnu­vertíð, þ.e.a.s. 300.000 til 400.000 tonn og jafn­vel meira.“

Fregn­ir þess efn­is að skipið Pol­ar Amar­oq hafi siglt fram á loðnu komi ekki á óvart. Mál­in muni svo skýr­ast enn bet­ur í janú­ar. 

Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.
Friðrik Mar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Hóf­lega bjart­sýn­ir

„Það er nátt­úru­lega auðveld­ast að ná utan um hana í janú­ar og þá fara vænt­an­lega fjög­ur skip og reyna að ná utan um svæðið. Við erum bara hóf­lega bjart­sýn­ir. Vís­ind­in segja að það eigi að verða ágæt­is loðnu­vertíð,“ seg­ir hann.

Eft­ir loðnu­brest und­an­far­in tvö ár mun vertíð hafa já­kvæð áhrif fyr­ir at­vinnu­stig fyr­ir­tæk­is­ins, þótt vinnu sé ávallt að finna að aust­an: „Það eru alltaf næg verk­efni,“ seg­ir Friðrik.

„Ekki veit­ir af“

Þó skipti mestu máli að viðhalda markaðnum, sem er mjög dýr­mæt­ur.

„Hann er al­gjör­lega tóm­ur í hrygn­ingaloðnu og loðnu­hrogn­um í dag. Fyr­ir­tæki á Íslandi hafa þjón­ustað þessa markaði í tugi ára þannig að það skipt­ir öllu máli að hafa vöru fyr­ir þessa markaði áfram,“ seg­ir Friðrik. 

Felst ekki í þessu ákveðin inn­spýt­ing í hag­kerfið?

„Ef menn fá þrjá­tíu millj­arða vertíð þá hef­ur það góð áhrif á alla, á Ísland hf. eins og ég kalla það. Fyr­ir landið í heild, ekki veit­ir af.“

mbl.is