Mesta verðlækkun sjávarafurða í áratug

Verðvísitala sjávarafurða var 7,5% lægri í október þessa árs en …
Verðvísitala sjávarafurða var 7,5% lægri í október þessa árs en í sama mánuði í fyrra. Það er meiri lækkun en hefur átt sér stað í rúman áratug. mbl.is/Þorgeir

Lækk­un verðvísi­tölu í er­lendri mynt hef­ur ekki verið meiri en í ára­tug eða frá árs­lok­um 2009. Var hún 7,5% minni í októ­ber þessa árs en í sama mánuði í fyrra, að því er fram kem­ur í grein­ingu sem birt hef­ur verið á Radarn­um. Þar seg­ir jafn­framt að verð á sjáv­ar­af­urðum lækkaði um rúm 1,4% í er­lendri mynt í októ­ber frá því í sept­em­ber.

Þá seg­ir að töl­urn­ar gefi til kynna veru­leg­an viðsnún­ing frá þeirri þróun sem var vel á veg fyr­ir til­komu kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. „Verðlækk­an­ir hafa jafn­framt held­ur verið að fær­ast í auk­ana eft­ir því sem liðið hef­ur á árið, enda hef­ur far­ald­ur­inn farið aft­ur á flug og sótt­varn­araðgerðir sam­hliða því,“ seg­ir í grein­ing­unni.

Skjá­skot/​Radar­inn

Hins veg­ar er bent á að þróun afurðaverðs sé tals­vert mis­mun­andi eft­ir ein­staka afurðaflokk­um og teg­und­um og er meðal ann­ars vísað til þróun verðvísi­tölu botn­fiskaf­urða frá árs­byrj­un 2019. Þar sést að í októ­ber höfðu fersk­ar botn­fiskaf­urðir lækkað minnst í verði en skreið mest.

Þá seg­ir að „í heild hafa botn­fiska­af­urðir þó lækkað tals­vert minna í verði en aðrir teg­unda­hóp­ar miðað við verðvísi­töl­ur Hag­stof­unn­ar. Þannig hafði verð á botn­fiska­af­urðum lækkað um tæp 5% á milli ára í októ­ber á sama tíma og verð á skel­fiski hef­ur lækkað um rúm 13% og á upp­sjáv­ar­af­urðum um 17%.“

Talið er að þess­ar töl­ur styðji við þá álykt­un að sam­drátt­ur í út­flutn­ings­verðmæt­um sem átti sér stað í októ­ber hafi verið drif­inn af afurðaverði. „Það mun koma bet­ur í ljós þegar Hag­stof­an birt­ir töl­ur um vöru­viðskipti fyr­ir janú­ar til októ­ber, en þá mun liggja fyr­ir sund­urliðun á því hvernig út­flutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða í októ­ber skipt­ist niður og hvert út­flutt magn var.“ Hag­stof­an hef­ur til­kynnt um að birt­ing þeirra gagna verði flýtt.

Skjá­skot/​Radar­inn
mbl.is