Atvinnuleysi eykst og atvinnuþátttaka minnkar

At­vinnuþátt­taka hef­ur dreg­ist sam­an um 3,1 pró­sentu­stig á milli ára og at­vinnu­leysi auk­ist um 3,5 pró­sentu­stig. Hlut­fall utan vinnu­markaðar hef­ur auk­ist um 3,2 pró­sentu­stig og hlut­fall starf­andi hef­ur dreg­ist sam­an um 5,7 pró­sentu­stig. Þetta kem­ur fram á vef Hag­stofu Íslands.

Sam­tals voru 199.300 ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 16-74 ára að jafnaði á vinnu­markaði í októ­ber 2020 sam­kvæmt mæl­ingu vinnu­markaðsrann­sókn­ar Hag­stofu Íslands en það jafn­gild­ir 78,3% at­vinnuþátt­töku. Af vinnu­afl­inu er áætlað að 185.700 hafi verið starf­andi og 13.600 án at­vinnu og í at­vinnu­leit.

Áætlað hlut­fall starf­andi af mann­fjölda var 73% og hlut­fall at­vinnu­lausra af vinnu­afli 6,8%. Áætlað er að 55.200 ein­stak­ling­ar hafi verið utan vinnu­markaðar í októ­ber 2020, eða 21,7% af mann­fjölda.

Sam­kvæmt árstíðarleiðrétt­um töl­um voru 13.600 ein­stak­ling­ar at­vinnu­laus­ir í októ­ber 2020, eða 6,7% af vinnu­afl­inu. Árstíðarleiðrétt at­vinnuþátt­taka var 79,0% og árstíðarleiðrétt hlut­fall starf­andi 75,0%. Borið sam­an við sept­em­ber 2020 lækkaði árstíðarleiðrétt at­vinnuþátt­taka um 1,1 pró­sentu­stig og árstíðarleiðrétt at­vinnu­leysi jókst um 1,8 pró­sentu­stig. Síðustu 6 mánuði hef­ur leitni árstíðarleiðrétt­ing­ar á hlut­falli starf­andi fólks lækkað um 1,2 pró­sentu­stig og leitni at­vinnu­leys­is auk­ist um 0,6 pró­sentu­stig.

„Til þess að ein­stak­ling­ur telj­ist at­vinnu­laus í vinnu­markaðsrann­sókn má viðkom­andi 1) ekki hafa unnið launaða vinnu í eina klukku­stund eða leng­ur í viðmiðun­ar­vik­unni né hafa verið tíma­bundið fjar­ver­andi frá starfi, 2) þarf viðkom­andi að vera í virkri at­vinnu­leit og 3) geta hafið störf inn­an tveggja vikna. Við nú­ver­andi aðstæður á vinnu­markaði er nokk­ur fjöldi ein­stak­linga sem upp­fyll­ir ekki þessa skil­grein­ingu á at­vinnu­leysi þrátt fyr­ir að vera tal­inn at­vinnu­laus í dag­legu tali. Til dæm­is er ekki aug­ljóst að ein­stak­ling­ur sem er án vinnu, eða veit ekki hvort hann haldi vinnu sinni, hefji strax leit að nýrri vinnu þegar vinnustaðir hafa lokað og fjöl­menn­ar at­vinnu­grein­ar á borð við ferðaþjón­ustu hafa dreg­ist sam­an á síðustu mánuðum. Að sama skapi er ekki ljóst hvort ein­stak­ling­ur í at­vinnu­leit telji sig geta hafið störf inn­an skamms tíma ef óvissa rík­ir um ráðning­ar­sam­band við fyrri at­vinnu­rek­anda,“ seg­ir á vef Hag­stofu Íslands.

Slaki á vinnu­markaði (e. la­bour mar­ket slack) er til marks um þörf fyr­ir at­vinnu sem ekki hef­ur verið mætt, bæði hjá þeim sem eru á vinnu­markaði og hjá þeim sem eru utan hans. Hugakið tek­ur því til stærri hóps en ein­ung­is þeirra sem skil­greind­ir eru at­vinnu­laus­ir sam­kvæmt vinnu­markaðsrann­sókn­inni. Til að meta þörf fyr­ir at­vinnu sem ekki er upp­fyllt eru eft­ir­far­andi hóp­ar lagðir sam­an og hlut­fall þeirra af vinnu­afli og mögu­legu vinnu­afli metið: 1) At­vinnu­laus­ir; 2) fólk í hluta­störf­um sem vill og get­ur unnið meira; 3) til­bún­ir að vinna en eru ekki að leita að vinnu; 4) ekki til­bún­ir að hefja störf inn­an tveggja vikna en eru þó að leita sér að vinnu. Síðast­nefndu tveir hóp­arn­ir telj­ast al­mennt vera utan vinnu­markaðar.

Í októ­ber var árstíðaleiðrétt­ur fjöldi þeirra sem til­heyra þess­um hópi um 33.100 manns eða 15,7% af öll­um sem annað hvort eru á vinnu­markaði eða telj­ast sem mögu­legt vinnu­afl. Árstíðarsveifla hef­ur verið nokkuð skýr hvað varðar slaka á vinnu­markaði og slak­inn er nán­ast alltaf lægst­ur í júlí ár hvert. Þegar horft er á leitn­ina má sjá að að slaki á vinnu­markaði tók stórt stökk upp á við í lok árs 2008 í kjöl­far efna­hagskrepp­unn­ar. Leitn­in var nokkuð stöðug fram til árs­ins 2014 þar sem sjá má stefnu­breyt­ingu niður á við. Leitn­in hef­ur síðan verið á upp­leið frá því í byrj­un árs 2019.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina