Eina þjóðin í Evrópu sem upplifir verðbólgu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, sagði á Alþingi að viðspyrna stjórn­valda vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins verði mun erfiðari ef fyr­ir­tækj­um verður ekki haldið á lífi.

Hún sagði Ísland vera einu þjóðina í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um sem hafi orðið fyr­ir geng­is­hruni og það veru­legu vegna krón­unn­ar. „Við erum eina þjóðin í Evr­ópu sem hef­ur upp­lifað verðbólgu á kreppu­tím­um,“ sagði hún og bætti við að helsta hald­reipi þeirra sem slái skjald­borg um krón­una sé að það verði alltaf minna at­vinnu­leysi á Íslandi út af krón­unni.

Þor­gerður sagði að at­vinnu­leysi væri að að fara upp í 12% á Íslandi en í Þýskalandi væri það til dæm­is inn­an við 5%. Rök­semda­færsl­an varðandi krón­una og at­vinnu­leysið falli því um sjálfa sig. At­vinnu­leysi á Íslandi væri meira en hjá flest­um Evr­ópuþjóðum sem við vilj­um bera okk­ur sam­an við. Hún sagði einnig að Íslend­ing­ar væru tveim­ur til þrem­ur aðgerðapökk­um á eft­ir öðrum þjóðum.

Spurði hún Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, hvort rík­is­stjórn­in sé að taka nægi­lega stór skref miðað við þenn­an mikla mun á at­vinnu­leysi og að efna­hagsaðgerðir séu ekki í sam­ræmi við sótt­varnaaðgerðir. Einnig sagði hún ferðaþjón­ust­una kalla eft­ir meiri fyr­ir­sjá­an­leika.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þór­dís Kol­brún sagði fá lönd ef nokk­ur vera eins háð ferðaþjón­ustu og Ísland og því hald­ist það í hend­ur við at­vinnu­leysið. Hún nefnd­ir ýms­ar aðgerðir sem stjórn­völd hafa farið í en benti á að þau muni ekki bjarga fyr­ir­tækj­um ein og sér. Fyr­ir­tæk­in þurfi að fara í end­ur­skipu­lagn­ingu og bank­arn­ir spili þar lyk­il­hlut­verk.

Hún sagði verk­efnið við að bregðast við veirunni hafa verið langt og að heilt yfir hefði það tek­ist nokkuð vel. „Í fyrsta sinn í lang­an tíma leyfi ég mér að vera raun­veru­lega bjart­sýn yfir því að bólu­efni komi fljót­lega,“ sagði hún og vonaðist til að árið 2021 verði ár viðspyrn­unn­ar og að hún muni fást við það „lúxus­verk­efni“. Hún sagðist taka und­ir með Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins hversu mik­il­vægt er að vera með skýra sýn á næstu skref. „Mér finnst við heilt yfir hafa verið með það.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina