Kemur í ljós hve há fjárhæðin verður

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á næstu dög­um eða vik­um kem­ur í ljós hversu háa fjár­hæð Ísland þarf að greiða fyr­ir að hafa farið fram úr los­un­ar­heim­ild­um Kyoto-samn­ings­ins á und­an­förn­um árum.

Þetta kom fram í svari Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Miðflokks­ins, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma. Hún sagði að Íslend­ing­ar muni gera þann reikn­ing upp eins og þeim ber sam­kvæmt skuld­bind­ing­um sín­um og að upp­gjörið verði eins hag­kvæmt fyr­ir ríkið og hægt er.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son.

Sig­mund­ur Davíð vísaði í frétt Frétta­blaðsins þar sem formaður lofts­lags­ráðs talaði um að hægt sé að kaupa svo­kallaðar CER-ein­ing­ar og greiða lík­ast til inn­an við 200 millj­ón­ir króna í stað þess að greiða millj­arða og að hafa þurfi hraðar hend­ur ef kaupa eigi þær ein­ing­ar sem til þarf. Þingmaður­inn sagði þetta vera mun ódýr­ari lausn „en gef­ur hef­ur verið til kynna með hræðslu­áróðri“.

Katrín sagði Ísland hafa tekið á sig enn meiri skuld­bind­ing­ar varðandi sam­drátt í los­un meng­un­ar út í and­rúms­loftið með þátt­töku í Par­ís­arsátt­mál­an­um. Hún sagði mik­il­vægt að Ísland líkt og aðrar þjóðir greini tæki­færi í því að draga úr los­un og vinna sína fram­leiðslu með eins um­hverf­i­s­væn­um hætti og unnt er.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina