Mikill viðsnúningur í vöruviðskiptum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Vöru­út­flutn­ing­ur í greiðslu­jöfnuði var áætlaður 154 millj­arðar króna á þriðja árs­fjórðungi 2020 en vöru­inn­flutn­ing­ur 187,9 millj­arðar. Vöru­viðskipta­jöfnuður var því áætlaður nei­kvæður um 33,9 millj­arða króna.

Á sama árs­fjórðungi var þjón­ustu­jöfnuður áætlaður já­kvæður um 20,4 millj­arða. Útflutt þjón­usta var áætluð 90,5 millj­arðar króna en inn­flutt þjón­usta 70,1 millj­arður.

Á þriðja árs­fjórðungi 2020 var því áætlað verðmæti út­flutn­ings vöru- og þjón­ustu­viðskipta 244,5 millj­arðar króna sam­an­borið við 374,7 millj­arða á þriðja árs­fjórðungi árið áður. Á sama tíma var áætlað verðmæti inn­flutn­ings vöru- og þjón­ustu­viðskipta 258,1 millj­arður sam­an­borið við 314,3 millj­arða á sama tíma árið áður. Vöru- og þjón­ustu­jöfnuður var því áætlaður nei­kvæður um 13,6 millj­arða króna á þriðja árs­fjórðungi 2020 en var já­kvæður um 60,4 millj­arða á sama tíma 2019.

Fyrstu þrjá árs­fjórðunga árs­ins 2020 var vöru- og þjón­ustu­jöfnuður­inn nei­kvæður um 30,5 millj­arða en var já­kvæður um 109,4 millj­arða á sama tíma 2019.

Útflutn­ings­tekj­ur af þjón­ustu­viðskipt­um hafa dreg­ist sam­an um tæp 50% það sem af er ári

Verðmæti þjón­ustu­út­flutn­ings var 133,5 millj­örðum króna minna á þriðja árs­fjórðungi 2020 en á sama tíma árið áður eða 59,6% á gengi hvors árs. Útflutn­ings­tekj­ur af ferðalög­um námu 28,4 millj­örðum og lækka á milli ára um 91,2 millj­arða króna eða 76,3% á gengi hvors árs fyr­ir sig. Tekj­ur af sam­göng­um og flutn­ing­um minnka einnig mikið á milli ára eða um 72,1% eða 47,7 millj­arða króna á gengi hvors árs. Sam­drátt­ur í út­flutn­ings­tekj­um af farþega­flutn­ing­um með flugi veg­ur þar þyngst en sam­drátt­ur­inn þar mæl­ist 90,8% á milli ára.

Verðmæti þjón­ustu­út­flutn­ings til Evr­ópu á þriðja árs­fjórðungi 2020 nam 62,8 millj­örðum króna eða 69,4% af heild­ar­verðmæti þjón­ustu­út­flutn­ings. Þar af var þjón­ustu­út­flutn­ing­ur til Þýska­lands 10,9 millj­arðar króna, eða 12,1% af heild­ar­verðmæti, og þjón­ustu­út­flutn­ing­ur til Bret­lands 10,6 millj­arðar eða 11,7% af heild­ar­verðmæti. Á sama tíma nam verðmæti þjón­ustu­út­flutn­ings til Banda­ríkj­anna 16 millj­örðum króna eða 17,7% af heild­arþjón­ustu­út­flutn­ingi.

Verðmæti þjón­ustu­inn­flutn­ings hef­ur einnig dreg­ist mikið sam­an á ár­inu Verðmæti þjón­ustu­inn­flutn­ings var 45,6 millj­örðum króna minna á þriðja árs­fjórðungi 2020 en á sama tíma árið áður eða 39,4% á gengi hvors árs fyr­ir sig. Útgjöld vegna ferðalaga Íslend­inga er­lend­is námu 16,1 millj­arði króna og lækka um 33,6 millj­arða á milli ára eða 81,7% á gengi hvors árs. Útgjöld vegna sam­gangna og flutn­inga drag­ast tölu­vert sam­an á milli ára, um 32,5% eða 9,8 millj­arða króna á gengi hvors árs.

Verðmæti þjón­ustu­inn­flutn­ings frá Evr­ópu á þriðja árs­fjórðungi 2020 nam 57,4 millj­örðum króna, eða 81,8% af heild­ar­verðmæti þjón­ustu­inn­flutn­ings. Þar af var þjón­ustu­inn­flutn­ing­ur frá Hollandi 8,1 millj­arður eða 11,6% af heild­ar­inn­flutn­ingi og þjón­ustu­inn­flutn­ing­ur frá Bretlandi 7,6 millj­arðar króna, eða 10,9% af heild­ar­inn­flutn­ingi. Fyr­ir sama tíma­bil nam verðmæti þjón­ustu­inn­flutn­ings frá Banda­ríkj­un­um 8,2 millj­örðum króna, eða 11,7% af heild­ar­verðmæti inn­flutn­ings.

mbl.is