Beint: Loftlagsfundur og breytingar síðustu 5 ára

Á fundinum verður farið yfir það sem gerst hefur í …
Á fundinum verður farið yfir það sem gerst hefur í loftlagsmálum á síðustu fimm árum og horft fram veginn á næstu fimm ár. AFP

Ár­leg­ur Lofts­lags­fund­ur Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar fer fram í dag klukk­an 9:00 – 11:10. Í til­efni af því að fimm ár eru liðin frá því að Par­ís­ar­sam­komu­lagið var und­ir­ritað verður á fund­in­um farið yfir það helsta sem gerst hef­ur á síðustu fimm árum og þær gríðarlegu breyt­ing­ar sem eru í far­vatn­inu á næstu fimm árum.

Með sam­komu­lag­inu settu þjóðir heims sér það mark­mið að halda hlýn­un jarðar inn­an við 2°C og þá helst nærri 1,5°C.

Hér á landi var loft­lags­yf­ir­lýs­ing Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar sett sam­an og und­ir­rituðu 100 ís­lensk fyr­ir­tæki og stofn­an­ir yf­ir­lýs­ing­una. Hafa síðan bæst við meðal ann­ars Ak­ur­eyr­ar­bær og 20 fyr­ir­tæki fyr­ir norðan og er heild­ar­fjöldi þeirra fyr­ir­tækja sem hafa skrifað und­ir nú 143.

Hægt verður að fylgj­ast með beinu streymi hér að neðan, en heild­ar­dag­skrá fund­ar­ins má finna fyr­ir neðan spil­ar­ann.

Dag­skrá­in í heild sinni:

Fund­ar­stjóri: Erla Tryggva­dótt­ir, vara­formað­ur Festu

  • Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son
    • um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra
  • Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir
    • lofts­lagsakti­visti og í stjórn Arctic Youth Network
  • Tóm­as N. Möller
    • formað­ur Festu – mið­stöð um sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð
  • Hall­dór Þor­geirs­son
    • formað­ur Lofts­lags­ráðs
  • Birta Krist­ín Helga­dótt­ir verk­efna­stjóri hjá Græn­vangi
    • Græn skref fyr­ir alla
  • Hver er að gera vel?
    • Inn­sýn í lofts­lags­að­gerð­ir fyr­ir­tækja sem und­ir­rit­að hafa  Lofts­lags­yf­ir­lýs­ing­una. Vörð­ur, Ís­lands­hót­el og Advania.
  • Dag­ur B. Eggerts­son
    • borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur
  • Loft­lags­við­ur­kenn­ing Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar 2020
    • Borg­ar­stjóri af­hend­ir við­ur­kenn­ing­una                             
    • Stutt kynn­ing á verk­efn­um vinn­ings­hafa 2019
  • Michel Nevin sendi­herra Bret­lands á Ís­landi
    • COP26 og mik­il­vægi grænna lausna
      • Í nóv­em­ber 2021 held­ur Bret­land, í sam­starfi við Ítal­íu,  26. lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna (COP26), í Glasgow. Sendi­herra Bret­lands fjall­ar um mik­il­vægi og upp­takt ráð­stefn­unn­ar og áherslu­at­riði bresku for­mennsk­unn­ar.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina