Fagnar frumvarpi Páls með fyrirvara

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður atvinnuveganefndar, lítur frumvarpi …
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður atvinnuveganefndar, lítur frumvarpi Páls Magnússonar um aflahlutdeildir jákvæðum augum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við fögn­um þessu,“ seg­ir Al­bertína Friðbjörg Elías­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og vara­formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar, í sam­tali við 200 míl­ur um frum­varp Páls Magnús­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um að koma á strang­ari ákvæði um eign­ar­halda út­gerðarfy­ir­tækja í öðrum út­gerðarfyr­ir­tækj­um.

„Það er al­veg ljóst að það að fáum aðilum sé gert kleift að fara með stór­an hluta auðlind­ar­inn­ar geng­ur gegn al­manna­hags­mun­um,“ seg­ir Al­bertína.

Hún tel­ur flokk henn­ar lík­leg­an til að beita sér fyr­ir því að frum­varpið fái þing­lega meðferð en þó með þeim fyr­ir­vara að frum­varpið sé með sama hætti og Páll lýs­ir því í Morg­un­blaðinu í dag, en frum­varp­inu hef­ur enn ekki verið dreift.

Þá bend­ir hún á að Sam­fylk­ing­in hafi þegar bent á ágalla við gild­andi lög­gjöf hvað varðar skil­grein­ingu á tengd­um aðilum. Vís­ar hún máli sínu til stuðnings á fyr­ir­vara Odd­nýj­ar G. Harðardótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í skýrslu verk­efna­stjórn­ar um bætt eft­ir­lit með fisk­veiðiauðlind­inni.

Þá sagði Odd­ný ljóst að gild­andi fyrri­komu­lag geri ein­um aðila kleift að eiga 12% afla­heim­ilda og á sama tíma átt rétt inn­an við helm­ing í þeim fyr­ir­tækj­um sem fara með hin 88 pró­sent­in. Sagði hún þetta heim­ila ein­um aðila að eign­ast ígildi meiri­hluta afla­heim­ilda á Íslandi og lagði hún til að sett yrði þak á eign­ar­hald kvóta­hafa í öðrum fyr­ir­tækj­um með kvóta og skyldi þakið vera 25%.

mbl.is