Gæslan kölluð út vegna elds í flutningaskipi

Varðskipið Þór var kallað út vegna eldsins.
Varðskipið Þór var kallað út vegna eldsins. mbl.is/Árni Sæberg

Eld­ur kom upp í flutn­inga­skipi sem var á leið með lax­eld­is­fóður frá Bret­lands­eyj­um til Þing­eyr­ar á átt­unda tím­an­um í kvöld. Sjö manns voru um borð en skipið var miðja vegu milli Fær­eyja og Íslands þegar neyðarkall barst frá skip­inu. Áhöfn þess náði að slökkva eld­inn skömmu síðar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni en varðskip­in Þór og Brim­ill voru kölluð út vegna þessa. 

„Björg­un­arþyrla frá Fær­eyj­um var kölluð út en þurfti frá að hverfa. Varðskipið Þór sem statt var á Héraðsflóa var sent til móts við skipið sem og fær­eyska varðskipið Brim­ill. Bæði varðskip­in eru um 160 sjó­míl­ur frá flutn­inga­skip­inu. Skipið er vél­ar­vana eft­ir elds­voðann. Gert er ráð fyr­ir að Brim­ill dragi skipið til Fær­eyja en Þór held­ur stefn­unni að skip­inu til ör­ygg­is og ef á þarf að halda,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is