Vill girða fyrir meiri samþjöppun

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta gæti verið lítið skref í átt að því að stuðla að meiri sátt í sam­fé­lag­inu um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið,“ seg­ir Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, um frum­varp sem snýr að breyt­ingu á lög­um um stjórn­un fisk­veiða. Páll stend­ur að baki frum­varp­inu en það var tekið til skrán­ing­ar á Alþingi í gær. Mark­miðið með frum­varp­inu er að kveða af­drátt­ar­laust á um að þegar ein­stak­ur aðili kaup­ir hlut í öðru út­gerðarfyr­ir­tæki sem á fiski­skip með afla­hlut­deild, hvort sem keypt­ur er minni hluti eða meiri hluti, legg­ist það hlut­fall afla­heim­ilda sem því fylg­ir, við það sem fyr­ir var í eigu kaup­anda.

Í nú­gild­andi lög­um miðast há­mark afla­heim­ilda við 12%. Kaupi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hins veg­ar í öðru fé­lagi, sem sömu­leiðis á afla­heim­ild­ir, bæt­ist það ekki við afla­hlut­deild­ina. Aðspurður seg­ist Páll vilja skerpa á þessu í lög­um.„Eins og lög­in eru núna þá gæti eitt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki fræðilega keypt 49% hlut í öll­um hinum fyr­ir­tækj­un­um. Þar sem þetta er ekki meiri­hluti telst hlut­deild þeirra fyr­ir­tækja ekki með í afla­heim­ild­um kaup­and­ans. Fyr­ir­tækið væri jafn­framt að vinna í sam­ræmi við nú­gild­andi lög.

Páll segir markmið frumvarpsins vera að stuðla að meiri sátt …
Páll seg­ir mark­mið frum­varps­ins vera að stuðla að meiri sátt í sam­fé­lag­inu um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið. mbl.is/​​Hari

Ég ákvað því að leggja frum­varpið fram og tryggja þannig með af­drátt­ar­laus­um hætti að þetta 12% þak haldi,“ seg­ir Páll og bæt­ir við að með þessu sé ekki verið að ganga lengra en í nú­gild­andi lög­um. „Mín sann­fær­ing er sú að við eig­um ekki að ganga lengra í samþjöpp­un afla­heim­ilda en 12% regla fisk­veiðistjórn­un­ar­laga kveður á um. Ég lít á þetta sem gloppu sem þarf að laga.“

Stuðlar að meiri sátt

Skipt­ing afla­heim­ilda og stjórn­un fisk­veiða hef­ur verið þrætu­epli stjórn­mála­flokka í mörg ár. Páll seg­ist vilja stuðla að auk­inni sátt um mála­flokk­inn. „Það get­ur verið að þetta stuðli að auk­inni sátt. Með þessu erum við að sýna að póli­tík­in er á vakt­inni gagn­vart samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi, eða alla vega meiri samþjöpp­un en lög­in gera ráð fyr­ir. Mér finnst það bara vera gloppa að þú get­ir eign­ast 49% í fé­lag­inu án þess að nokkuð af afla­heim­ild­um þess telj­ist til þinna. Að mínu mati á þetta bara að vera hlut­falls­legt,“ seg­ir Páll og bæt­ir við að hann von­ist til að frum­varpið njóti stuðnings. „Ég veit að all­marg­ir þing­menn flokks­ins styðja efn­is­atriði máls­ins. Ég kaus hins veg­ar að leggja þetta frum­varp fram einn og var ekki að reyna að safna öðrum þing­mönn­um inn á það. Það verður síðan bara að koma í ljós hvaða hljóm­grunn það fær, en ég hef mikla sann­fær­ingu fyr­ir því að þetta sé brýn bót á fisk­veiðistjórn­un­ar­lög­un­um.“

Spurður hvort til greina komi að leggja fram fleiri til­lög­ur um breyt­ingu á fisk­veiðistjórn­un­ar­lög­un­um seg­ir Páll það koma til greina. Þó sé hann í öll­um meg­in­drátt­um sátt­ur við nú­ver­andi kerfi. „Ég hef verið í sókn og vörn fyr­ir fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið lengi. Ég tel, í öll­um aðal­atriðum, að við séum með besta og arðsam­asta sjáv­ar­út­veg í heimi. Þetta frum­varp gæti hins veg­ar stuðlað að frek­ari sátt um kerfið í heild.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina