„Maður hefur verið að glíma við þetta lengi“

Lilja Rafney Magnúsdóttur, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, tekur vel í hugmyndir …
Lilja Rafney Magnúsdóttur, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, tekur vel í hugmyndir sem eru þess eðlis að sporna gegn samþjöppun í sjávarútvegi. mbl.is/Golli

Þing­menn meiri­hlut­ans í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við virðast nokkuð já­kvæðir í garð frum­varps þing­manns­ins Páls Magnús­son­ar sem hann seg­ir til þess gert að skerpa á gild­andi fyr­ir­komu­lagi um tak­mark­an­ir á eign­ar­haldi á afla­heim­ild­um. Þetta á einnig við um þing­menn minni­hlut­ans og því sterk­ar vís­bend­ing­ar um að frum­varpið fái þing­lega meðferð. Þing­menn­irn­ir all­ir taka vel í hug­mynd­irn­ar með fyr­ir­vara.

Frum­varpið var birt á vef Alþing­is síðdeg­is í gær og er þar lagt til að aðili sem þegar á afla­hlut­deild fest­ir kaup á hlut í út­gerð með afla­hlut­deild „skal leggja hlut­fall kaup­anda í afla­hlut­deild selj­anda sam­an við þær heim­ild­ir sem hann á fyr­ir. Telst sú heild­arafla­hlut­deild til­heyra kaup­anda.“

Páll, sem er þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði í Morg­un­blaðinu í gær að til­gang­ur frum­varps­ins væri að sjá til þess að þakið fyr­ir afla­hlut­deild staks aðila yrði virt, en þakið er 12% af út­gefn­um kvóta. „Mér finnst það bara vera gloppa að þú get­ir eign­ast 49% í fé­lag­inu án þess að nokkuð af afla­heim­ild­um þess telj­ist til þinna. Að mínu mati á þetta bara að vera hlut­falls­legt,“ sagði Páll.

Þarf að loka fyr­ir króka­leiðir

„Inn­takið virðist hljóma skyn­sam­lega en ég hef ekki kynnt mér þetta, en mér finnst þessi viðleitni já­kvæð að koma fram með ein­hverj­ar hug­mynd­ir í þess­um mál­um,“ svar­ar Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar, er blaðamaður spyr um af­stöðu henn­ar til frum­varps Páls.

„Maður hef­ur verið að glíma við þetta lengi og kannski mis mik­ill vilji hjá viðeig­andi ráðherr­um að taka á þessu,“ seg­ir Lilja Raf­ney. Þegar rætt var við hana hafði hún ekki séð um­rætt frum­varp og þótti því ekki við hæfi að taka af­stöðu til þess.

Al­mennt séð seg­ir Lilja Raf­ney að „lög­gjaf­inn verður að leita allra leiða til þess að koma í veg fyr­ir frek­ari samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi og það verður að vera eitt­hvað raun­veru­legt þak en ekki bara ein­hver sýnd­ar­mennska.“ Þá sé mik­il­vægt að ákvæði laga um 12% þak sé skýrt og að komið verði í veg fyr­ir að hægt sé með króka­leiðum að kom­ast hjá ákvæðinu. „Ég er mjög and­snú­in þess­ari samþjöpp­un, bæði í litla kerf­inu og stóra kerf­inu, og tel að stjórn­völd verði að leita allra leiða til að koma í veg fyr­ir það,“ ít­rek­ar Lilja Raf­ney.

Tek­ur und­ir sjón­ar­mið Páls

Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sem einnig á sæti í at­vinnu­vega­nefnd, kveðst taka und­ir þau sjón­ar­mið sem Páll, flokks­bróðir hans, lýsti í gær og seg­ir mik­il­vægt að ræða þá þætti er snúa að tengd­um aðilum og eign­ar­hald í sjáv­ar­út­vegi.

Hins veg­ar seg­ir hann erfitt eð gefa upp af­stöðu til frum­varps sem hef­ur ekki komið fyr­ir nefnd­ina og einnig óljóst hvernig frum­varpið mun verða þegar það kem­ur úr nefnd­inni.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Ég styð fram­lagn­ingu frum­varps­ins sem get­ur orðið til þess að bæta gagn­sæi í sjáv­ar­út­vegi,“ seg­ir Ásmund­ur og bend­ir á að það eru fleiri þætt­ir sem þarf að skoða í sam­bandi við afla­hlut­deild­ir. Þá sé meðal ann­ars hægt að auka gagn­sæi og skiln­ing al­menn­ings á kerf­inu með því að hætta að ræða um þorskí­gildist­onn og ein­fald­lega tala um hlut­deild í skil­greind­um teg­und­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: