Samfylkingin velur sænsku leiðina

Ágúst Ólafur Ágústsson og Helga Vala Helgadóttir eru oddvitar Samfylkingarinnar …
Ágúst Ólafur Ágústsson og Helga Vala Helgadóttir eru oddvitar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki verður efnt til próf­kjörs hjá Sam­fylk­ing­unni í Reykja­vík fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar næsta haust. Þess í stað verður not­ast við svo­kallaða „sænska leið“, sem jafnaðar­menn í Svíþjóð nota við upp­röðun á sína lista.

Flokk­ur­inn kall­ar nú eft­ir til­nefn­ing­um frá flokks­fé­lög­um í Reykja­vík, þar sem spurt er hvaða fólk flokks­fé­lag­ar vilja helst að skipi efstu sæt­in á list­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um tveim­ur. Geta fé­lags­menn sent til­nefn­ing­ar á fsr@sam­fylk­ing.is.

Að svo búnu fer fram könn­un meðal flokks­fé­laga í Reykja­vík þar sem flokks­fé­lag­ar merkja við þá ein­stak­linga sem þeim hugn­ast helst, án þess þó að raða þeim líkt og í hefðbundnu próf­kjöri.

Miðað er við að þeirri vinnu ljúki fyr­ir jól. Niður­stöður könn­un­ar­inn­ar verða þó ekki birt­ar op­in­ber­lega en upp­still­ing­ar­nefnd hef­ur þær til hliðsjón­ar við sam­setn­ingu fram­boðslista.

Sam­fylk­ing­in í Reykja­vík hef­ur jafn­an haldið próf­kjör til að ákv­arða fram­boðslista sinn, en það var þó ekki gert fyr­ir síðustu alþing­is­kosn­ing­ar árið 2017. Var enda boðað til þeirra með stut­um fyr­ir­vara eft­ir rík­is­stjórn­arslit.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina