Rannsóknaskipin samanlagt 362 daga á sjó

Það var hressilegur öldugangur í byrjun nóvember þegar Bjarni Sæmundsson …
Það var hressilegur öldugangur í byrjun nóvember þegar Bjarni Sæmundsson kom til hafnar á Húsavík. Þá var hann í haustleiðangri Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Sam­an­lagðir út­halds­dag­ar rann­sókna­skipa Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, Bjarna Sæ­munds­son­ar og Árna Friðriks­son­ar, hafa verið 362 í ár sem eru fleiri en í fyrra þegar þeir voru 326. Þá hafa skip­in farið í alla rann­sókna­leiðangra árs­ins og ekki misst úr einn ein­asta túr, að því er seg­ir í færslu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Þar seg­ir jafn­framt að af 362 út­halds­dög­um skip­anna tveggja var Bjarna Sæ­munds­syni haldið úti í 144 daga og Árna Friðriks­syni í 218 daga. Áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir að skip­in yrðu 351 dag á sjó á ár­inu.

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hef­ur flækt starf stofn­un­ar­inn­ar á sjó og hafa áhafn­ir og rann­sókn­ar­menn geng­ist und­ir skiman­ir fyr­ir alla lengri leiðangra auk þess sem vel hef­ur verið gætt að sótt­vörn­um um borð, seg­ir í færsl­unni.

Í síðustu viku kom Bjarni Sæ­munds­son til hafn­ar í Hafnar­f­irði úr síðasta túr árs­ins eft­ir stutt­an humar­leiðang­ur þar sem sótt voru hljóðdufl sem komið hafði verið fyr­ir til að hlusta eft­ir at­ferli humra í Faxa­flóa.

Árni Friðriks­son kom til hafn­ar úr síðasta leiðangri sín­um nokkru fyrr, en hann lagði við bryggju 2. nóv­em­ber í kjöl­far haustr­alls. Þá seg­ir í færslu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar að nú sé unnið að fyr­ir­byggj­andi viðhaldi á raföl­um skips­ins.

mbl.is