Veitti VA tækjakost til kennslu að gjöf

Hafliði Hinriksson og Arnar Guðmundsson hjá Verkmenntaskóla Austurlands voru ánægðir …
Hafliði Hinriksson og Arnar Guðmundsson hjá Verkmenntaskóla Austurlands voru ánægðir með kennslubúnað í kælitækni sem Síldarvinnslan gaf skólanum. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Smári Geirsson

„Skól­inn er afar þakk­lát­ur fyr­ir þá vel­vild sem hann nýt­ur,“ segja þeir Hafliði Hinriks­son, deild­ar­stjóri raf­deild­ar Verk­mennta­skóla Aust­ur­lands, og Arn­ar Guðmunds­son deild­ar­stjóri málm­deild­ar um þann stuðning sem fyr­ir­tæki hafa veitt skól­an­um í gegn­um tíðina.

Fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar að fyr­ir­tækið hafi veitt skól­an­um leka­leit­ar­tæki, vigt fyr­ir kælimiðla, vakúm­dælu, tæm­ing­ar­dælu og mæli­bretti að gjöf og er búnaður­inn ætlaður til kennslu í kæli­tækni. „Víst er að þeir 20 nem­end­ur sem nú strax fá að njóta nýju tækj­anna munu fá betri und­ir­bún­ing en ella fyr­ir sín framtíðar­störf,“ segja þeir Hafliði og Arn­ar.

Nemandi leitar að leka í kælikerfi.
Nem­andi leit­ar að leka í kæli­kerfi. Ljós­mynd/​Hafliði Hinriks­son

Telja þeir tæk­in nýt­ast afar vel til kennslu á vél­stjórn­ar­braut og vél­virkja­braut. Þá sé þekk­ing á sviði kæli­tækni sí­fellt að verða mik­il­væg­ari og því afar brýnt að skól­inn geti þjálfað nem­end­ur í notk­un þess búnaðar sem al­mennt er nýtt­ur á því sviði.

Hafliði og Arn­ar kveðjast afar þakk­lát­ir fyr­ir hönd skól­ans og segja þann stuðning sem fyr­ir­tækið veiti skól­an­um til tækja­kaupa ómet­an­leg­an.

mbl.is