Fjögur skip til leitar að loðnunni

Polar Amaroq
Polar Amaroq

Í bíg­erð er að allt að fjög­ur veiðiskip haldi til loðnu­leit­ar á næst­unni. Útgerðir upp­sjáv­ar­skipa standa að und­ir­bún­ingi verk­efn­is­ins í sam­vinnu við Haf­rann­sókna­stofn­un og yrðu sér­fræðing­ar frá stofn­un­inni um borð, að sögn Birk­is Bárðar­son­ar fiski­fræðings.

Hann seg­ir að sam­kvæmt gögn­um úr loðnu­leit Pol­ar Amar­oq fyr­ir Norður­landi í síðustu viku sé eitt­hvað af kynþroska loðnu á ferðinni. Hún sé kom­in aust­ar en sést hafi á þess­um árs­tíma und­an­far­in ár, en upp­lýs­ing­ar um magn ættu að liggja fyr­ir um miðja vik­una.

Með loðnu­leit fjög­urra skipa næðist vænt­an­lega mæl­ing á magni þeirr­ar loðnu sem er á ferðinni við land­grunnskant­inn fyr­ir norðan land. Hvaða skip fara og hvenær, ef af leiðangr­in­um verður, ræðst m.a. af veðurút­liti og hvernig stend­ur á hjá skip­un­um, sem mörg hver hafa verið á kol­munna við Fær­eyj­ar und­an­farið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: