Tónlistarmiðstöð undirbúin

Jakob Frímann Magnússon mun leiða starfshóp sem á að skila …
Jakob Frímann Magnússon mun leiða starfshóp sem á að skila tillögum að starfsemi Tónlistarmiðstöðvarinnar þann 1. mars. Eggert Jóhannesson

Mennta­málaráðherra skipaði í dag starfs­hóp sem hef­ur það hlut­verk að und­ir­búa stofn­un Tón­list­armiðstöðvar. Það er tón­list­ar- og Stuðmaður­inn Jakob Frí­mann Magnús­son sem fer með for­mennsku í starfs­hópn­um sem á að skila til­lög­um hóps­ins til ráðherra 1. mars næst­kom­andi.

Jakob Frí­mann seg­ir í sam­tali við mbl.is að þetta séu mik­il gleðitíðindi fyr­ir ís­lenskt tón­list­ar­líf en í dag hef­ur Degi ís­lenskr­ar tón­list­ar ein­mitt verið fagnað með ýms­um hætti. 

„Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hef­ur gert sér grein fyr­ir því að hér sé hægt að gera bet­ur og, líkt og Kvik­mynda­sjóði var breytt í Kvik­mynda­miðstöð og hún síðan efld og þroskuð, blas­ir við að hægt er að gera hið sama í þágu tón­list­ar­lífs­ins og iðnaðar­ins. Hér þarf að skjóta frek­ari stoðum und­ir þá starf­semi sem fyr­ir er í land­inu og bregðast við nýj­um áskor­un­um sem fylgja veit­u­starf­semi af ýmsu tagi,“ seg­ir Jakob og legg­ur áherslu á að mik­il­vægt sé að hjálpa ís­lensku tón­listar­fólki að koma verk­um sín­um á fram­færi á þeim nýju leiðum sem hafi opn­ast í neyslu á tónlist.

Í því sam­hengi nefn­ir hann tölvu­leikjaiðnaðinn, tón­list­ar­veit­ur, streymis­tón­leika á borð við ný­af­staðna Airwaves-hátíð og ekki síst streym­isveit­ur á borð við Net­flix. Fram­leitt efni í kvik­mynda­gerð hafi marg­fald­ast og þar þurfi ávallt tónlist til að styðja við mynd­efnið „Þeir fiska sem vita hvert á að róa,“ seg­ir Jakob sem sér fyr­ir sér að hlut­verk Tón­list­armiðstöðvar­inn­ar kynni m.a. að fel­ast í að stuðla að bættu ut­an­um­haldi,  varðveislu menn­ing­ar­verðmæta, fræðslu, þróun, ný­sköp­un, fjölg­un tekju­stofna og efl­ingu Útóns svo nokkuð sé nefnt.

Auður er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir.
Auður er einn vin­sæl­asti tón­list­armaður lands­ins um þess­ar mund­ir. Eggert Jó­hann­es­son

Í til­kynn­ingu frá Mennta­málaráðuneyt­inu sem send var á fjöl­miðla seg­ir Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra að Tón­list­armiðstöðin eigi að skapa ís­lenskri tónlist betri um­gjörð og það sé fyr­ir löngu orðið tíma­bært.  

Eng­in orð fanga mik­il­vægi ís­lenskr­ar tón­list­ar, bæði fyr­ir sjálfs­mynd og menn­ingu þjóðar­inn­ar. Í henni er ein­hver ólýs­an­leg­ur streng­ur, sem höfðar ekki bara til okk­ar sjálfra held­ur tón­list­ar­unn­enda um all­an heim. Íslenskt tón­listar­fólk hef­ur náð ótrú­leg­um ár­angri á fjöl­mörg­um sviðum tón­list­ar og fyr­ir vikið er tónlist orðin ein af okk­ar mik­il­væg­ustu út­flutn­ings­grein­um. Hún vek­ur at­hygli á landi og þjóð, laðar ferðafólk til lands­ins og skap­ar þannig ver­ald­leg verðmæti auk þeirra menn­ing­ar­legu. Það er löngu tíma­bært að skapa ís­lenskri tónlist betri um­gjörð og ég trúi því að stofn­un Tón­list­armiðstöðvar sé mik­il­vægt skref í þeirri veg­ferð.“

Í starfs­hópn­um eru auk Jak­obs: 

  • Jakob Frí­mann Magnús­son formaður, skipaður án til­nefn­ing­ar.
  • Val­gerður Guðrún Hall­dórs­dótt­ir, til­nefnd af Tón­verka­miðstöð.
  • Bryn­dís Jónatans­dótt­ir, til­nefnd af ÚTÓN.
  • Bragi Valdi­mar Skúla­son, til­nefnd­ur af Sam­tóni.
  • Gunn­ar Hrafns­son, til­nefnd­ur af Banda­lagi ís­lenskra lista­manna.
  • Eiður Arn­ars­son, til­nefnd­ur af Fé­lagi hljóm­plötu­fram­leiðenda.
  • Arn­fríður Sól­rún Valdemars­dótt­ir, sér­fræðing­ur í mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu. 

Hóp­ur­inn á að skila af sér vinnu þann 1. mars næst­kom­andi.

mbl.is