Engar rækjuveiðar á Skjálfanda

Ekki verða heimilaðar rækjuveiðar á Skjálfanda á fiskveiðiárinu. Stofninn stendur …
Ekki verða heimilaðar rækjuveiðar á Skjálfanda á fiskveiðiárinu. Stofninn stendur veikt og gerir Hafró ráð fyrir að það ástand vari áfram vegna sterkrar stöðu þorsks og ýsu á svæðinu. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að rækju­veiðar verði ekki heim­ilaðar í Skjálf­anda fisk­veiðiárið 2020/​2021 vegna varúðarsjón­ar­miða, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Þar seg­ir að stofn­vísi­tala rækju í Skjálf­anda hafi hald­ist lág frá ár­inu 1999, fyr­ir utan árin 2011 og 2012. Niður­stöður stofn­mæl­ing­ar sem Haf­rann­sókna­stofn­un fram­kvæmdi í haust gaf til kynna að rækju­stofn­inn í Skjálf­anda er und­ir skil­greind­um varúðarmörk­um.

Bent er á að stofn­mæl­ing­in í nóv­em­ber hafi ekki farið fram „við kjöraðstæður þar sem storm­ur og norðanátt­ir voru ríkj­andi á þess­um tíma. Tek­in var full könn­un ásamt tveim­ur auka­tog­um aust­ar­lega í fló­an­um.“

Tengt þorski og ýsu

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að vísi­tala þorsks á þessu ári sé hæsta frá ár­inu 2012, vísi­tala ýsu sú hæsta frá ár­inu 2009 og vísi­tala ýsu­seiða sú næst­hæsta frá ár­inu 1993. „Má því bú­ast við að vísi­tala rækju á svæðinu muni ekki hækka í bráð.“

Rækju­stofn­inn stend­ur víða höll­um fæti og ráðlagði Haf­rann­sókna­stofn­un í ág­úst að eng­ar rækju­veiðar yrðu stundaðar við Eld­ey, auk þess hef­ur stofn­inn í Arnar­f­irði verið sagður ná­lægt sögu­legu lág­marki.

mbl.is