Lýsti yfir loftslags-neyðarástandi

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AFP

For­sæt­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands, Jac­inda Ardern, lýsti yfir lofts­lags-neyðarástandi í dag. Ardern sagði á þingi að nauðsyn­legt væri að grípa til aðgerða strax fyr­ir kom­andi kyn­slóðir. 

Að henn­ar sögn eru vís­ind­in á einu máli og Nýja-Sjá­land geri sér grein fyr­ir ógn­inni sem steðjar að. Hún seg­ir að neyðarástandi sé ekki lýst yfir nema veru­leg ógn steðji að, manns­líf­um sé ógnað, eign­um og vörn­um. 76 þing­menn greiddu at­kvæði með frum­varp­inu en 43 voru á móti. 

mbl.is