Vanmáttug barátta við hlýnun eins og sjálfsvíg

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi fyrir tveimur árum …
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi fyrir tveimur árum síðan. AFP

Ant­onio Guter­res, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, líkti því við sjálfs­víg hvernig þjóðum heims­ins hef­ur mistek­ist að stöðva hlýn­un jarðar. Það hvernig þjóðir bregðast við eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn get­ur falið í sér nýtt tæki­færi fyr­ir mann­kynið til að bjarga plán­et­unni.

„Ástand plán­et­unn­ar er brostið. Mann­kynið á í stríði við nátt­úr­una. Þetta er sjálfs­víg,“ sagði Guter­res í ræðu við Col­umb­ia-há­skóla í New York-borg, og átti þar við að þjóðir heims væru að skjóta sig í fót­inn með aðgerðal­eysi sínu.

Kóralrifið Great Barrier undan ströndum Queensland í Ástralíu.
Kór­alrifið Great Barrier und­an strönd­um Qu­eens­land í Ástr­al­íu. AFP

„Á næsta ári höf­um við tæki­færi til að hætta yf­ir­gang­in­um og byrja að láta sár­in gróa,“ bætti hann við. „Bat­inn eft­ir Covid og lag­fær­ing á plán­et­unni okk­ar þurfa að vera tvær hliðar á sama pen­ingi.“

Guter­res kallaði eft­ir því að þjóðir dragi úr notk­un jarðefna­eldsneyt­is og sagði að ráðstefna sem verður hald­in 12. des­em­ber vegna fimm ára af­mæl­is Par­ís­arsátt­mál­ans eigi að lýsa leiðina fram á við.

Votlendið Pantanal í ríkinu Mato Gross í Brasilíu.
Vot­lendið Pantanal í rík­inu Mato Gross í Bras­il­íu. AFP

Ekk­ert bólu­efni fyr­ir plán­et­una

„Ný ver­öld er að mót­ast,“ sagði hann.

„Líf­fræðileg fjöl­breytni er að hverfa. Ein millj­ón teg­unda á í hættu á því að deyja út. Vist­kerfi eru að hverfa fyr­ir fram­an aug­un á okk­ur. Eyðimerk­ur eru að stækka. Vot­lendi er að hverfa. Á hverju ári töp­um við 10 millj­ón­um hekt­ara af skógi.

„Það er of­veiði í höf­un­um, sem eru að kafna í plastúr­gangi. Kolt­ví­sýr­ing­ur­inn sem þau drekka í sig veld­ur því að sjór­inn er að súrna. Kór­alrif eru að upp­lit­ast og deyja. Loft- og sjáv­ar­meng­un eru að drepa níu millj­ón­ir manna á hverju ári.“

Guter­res sagði mik­il­vægt að jarðarbú­ar „friðmæl­ist við nátt­úr­una“ og að það verði í hæsta for­gangi á 21. öld­inni. „Það er ekki til neitt bólu­efni fyr­ir plán­et­una,“ bætti hann við.  

mbl.is