Svona getur þú haldið sykurlaus jól

María Krista hefur verið sykurlaus í mörg ár.
María Krista hefur verið sykurlaus í mörg ár.

Syk­ur­sæta syk­ur­lausa mat­ar­drottn­ing­in María Krista opn­ar hjarta sitt í jóla­bæklingi Nettó og seg­ir frá því hvernig hún master­ar sitt syk­ur­leysi á áreynslu­laus­an hátt: 

Jól­in, jól­in, já þau koma víst á hverju ári og fyr­ir þá sem eiga erfitt með að stand­ast freist­ing­ar þá eru jól­in ansi krefj­andi tími. Ég ákvað fyr­ir um það bil sjö árum að taka út all­an syk­ur í mínu mataræði en fylgja lág­kol­vetna mataræði í staðinn og þegar syk­ur­inn var horf­inn úr lífi mínu þá ein­földuðust svona tíma­bil mikið. Ég hætti að líta á páska og jól sem af­sök­un til að dýfa mér í syk­ur­inn og nú næ ég al­gjör­lega að halda mér frá sykruðum freist­ing­um sem fylla all­ar hill­ur fyr­ir hátíðarn­ar. Já, það er kannski pirr­andi að heyra þetta og ef­laust ef­ast ein­hverj­ir um staðfestu mína en ég get al­veg lofað því að ef syk­ur­inn er ekki til staðar þá fær maður ekki þessa löng­un enda stór­ef­ast ég um að mér myndi líka bragðið af sykruðum kon­fekt­mola í dag. 

Ég vona aðég geti sann­fært ein­hverja um að syk­ur­laust líferni sé alls ekki svo ómögu­legt og sér­stak­lega ekki um jól­in, ég elska mest af öllu sör­ur og krydd­kök­ur og mig lang­ar til að láta tvær dá­sam­leg­ar upp­skrift­ir fylgja þess­um pistli.

Sör­ur

Botn­ar

120 g ljóst möndl­umjöl
(eða 80 g möndl­umjöl og 40 g hakkaðar möndl­ur)
120 g Sukrin Mel­is
4 eggja­hvít­ur
1/​4 tsk salt
1/​2 tsk möndlu­drop­ar

Krem

240 g mjúkt smjör
4 eggj­ar­auður
80 g Sukrin Mel­is
2 tsk kakó
1 msk skyndikaffi­duft

Hjúp­ur

100 g syk­ur­laust súkkulaði 

Stífþeytið hvít­ur og salt. Mæli með að skola skál með borðed­iki og þurrka fyr­ir hvern mar­engs­bakst­ur. Blandið fín­malaðri sæt­unni sam­an við í pört­um og þeytið þar til hægt er að snúa skál á hvolf.Setjið möndlu­drop­ana sam­an við. Veltið möndl­umjöl­inu og möndl­um út í hvít­urn­ar með sleif.Setjið blönd­una síðan í sprautu­poka og sprautið um 40 söru­botn­um á smjörpapp­ír. Bakið á 140°hita í um það til 15-20 mín. Látið þær kólna al­veg áður en þær eru losaðar af papp­ír. 

Krem

Þeytið eggj­ar­auður þar til ljós­ar, bætið við sæt­unni, kaffi­dufti og kakó og þeytið áfram. Bætið svo mjúku smjör­inu sam­an við og þeytið áfram þar til kremið er létt og ljóst. Smyrjið hvern köku­botn og myndið lítið fjall. Það má líka sprauta krem­inu með fal­leg­um stút og láta það duga. Frystið kök­urn­ar í að minnsta kosti 30 mín. 
Súkkulaðihúðið hverja köku, annaðhvort dýfið í súkkulaði eða sprautið súkkulaðitaum yfir hverja köku. 

Sykurlausar Sörur að hætti Maríu Kristu.
Syk­ur­laus­ar Sör­ur að hætti Maríu Kristu.

Lag­kaka

180 g mjúkt smjör
180 g Sukrin Gold
4 egg
2 msk kakó, ég nota Nóa siríus
60 g kó­kos­hveiti, Funksjo­nell
40 g möndl­umjöl, hefðbundið en ekki fitu­skert
120 g sýrður rjómi
1 dl soðið vatn
1 tsk kanell
1 tsk neg­ull
1 tsk mat­ar­sódi
1/​2 tsk Xant­h­an gum

Krem

180 g ósaltað smjör
100 g fín­möluð sæta, Sukrin Mel­is
1 tsk vanillu­drop­ar
1 eggj­ar­auða

Hrærið mjúkt smjör og sætu þar til ljóst og létt, passið að smjörið sé við stofu­hita.
Bætið eggj­um við og hrærið áfram, síðan bætið þið við sýrðum rjóma og vatni og blandið sam­an. Setjið næst þur­refn­in sam­an í skál, vigtið ná­kvæm­lega og blandið svo var­lega við hrær­una. Dreifið síðan deig­inu á smjörpapp­írsklædda plötu, ég notaði bakka sem er um 20 x 30 cm að breidd.
Bakið í 15-20 mín á 180° hita með blæstri. Látið kök­una kólna al­veg áður en þið setjið kremið á. Skiptið henni í 3 bita og setjið krem á milli hvers lags. Kælið og skerið svo til þegar hún hef­ur náð að stífna.

Krem

Þeytið mjúkt smjörið með sæt­unni, bætið vanillu við og eggj­ar­auðu og þeytið með K spaða í hræri­vél þar til létt og ljóst.
Berið kremið á hvern köku­helm­ing og raðið kök­unni sam­an.
Fal­legt að strá smá syk­ur­lausri strá­sætu yfir í lok­in.

Ég vona að þið sláið til og hver veit nema ykk­ur líði bet­ur og þið njótið jól­anna án þess að vera af­velta í syk­ur­vímu og öðlist auka­orku til að fara út að leika í snjók­asti í staðinn.

Sykurlaus lagkaka.
Syk­ur­laus lag­kaka.



Hægt er að fylgj­ast með Maríu Kristu á In­sta­gram: 

mbl.is