Olíuævintýrum Dana að ljúka í Norðursjó

Danir hafa lögfest áætlun um losun gróðurhúsalofttegunda.
Danir hafa lögfest áætlun um losun gróðurhúsalofttegunda. AFP

Dan­ir ætla að hætta að veita leyfi fyr­ir olíu- og gas­leit í Norður­sjó og ný­leg leyfi verða aft­ur­kölluð. Þetta er liður í víðtæk­um aðgerðum danskra stjórn­valda um að hætta jarðefna­eldsneyt­is­fram­leiðslu fyr­ir árs­lok 2050.

Þetta mark­ar enda­lok jarðefna­eldsneyt­is­skeiðsins seg­ir um­hverf­is­ráðherra Dan­merk­ur og Grænfriðung­ar í Dan­mörku segja þetta mik­il tíma­mót. 

Dan­mörk er í dag stærsti fram­leiðandi olíu í Evr­ópu­sam­band­inu þrátt fyr­ir að fram­leiðslan sé mun minni en hjá Norðmönn­um og Bret­um. Aðeins ein um­sókn ligg­ur fyr­ir um leit í Norður­sjó eft­ir að Total France dró um­sókn sína til baka í októ­ber.

Í frétt BBC kem­ur fram að olíu­fram­leiðsla Dana hafi verið 103 þúsund tunn­ur á dag á síðasta ári. Alls eru 55 olíu­bor­pall­ar í land­helgi Dana og olíu- og gassvæðin eru 20 tals­ins. 

Áætlað er að þetta muni kosta Dani um 13 millj­arða danskra króna en um­hverf­is­ráðherra Dan­merk­ur, Dan Jør­gensen, seg­ir í sam­tali við danska rík­is­út­varpið að hann trúi því að um sögu­lega stund sé að ræða enda landið stærsti olíu­fram­leiðandi ESB.

Þar kem­ur fram að tekj­ur lands­ins af olíu­lind­um í Norður­sjó nemi 541 millj­arði danskra króna frá ár­inu 1972. 

DR

Fá lönd í heim­in­um eru með jafn fram­sýn mark­mið hvað varðar loft­lags­mál. Stefnt er að því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 70% frá ár­inu 1990 til árs­ins 2030 og að árið 2050 verði los­un­in eng­in.

Aðgerðaráætl­un um orku­skipti var samþykkt af Alþingi 31. maí 2017 en í henni er stefnt að því að auka hlut­deild inn­lendra end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa á kostnað jarðefna­eld­neyt­is. Orku­skipt­in leiða til orku­sparnaðar, auk­ins orku­ör­ygg­is, gjald­eyr­is­sparnaðar og minni los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda.

Mark­mið með orku­skipt­un­um er að auka hlut­fall end­ur­nýj­an­legr­ar orku í sam­göng­um á landi  í 10% fyr­ir árið 2020 og 40% árið 2030. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina