Umsóknum fjölgar um 60%

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Ljósmynd HÍ/Kristinn Ingvarsson.

Há­skóla Íslands bár­ust hátt í 1.800 um­sókn­ir um grunn- eða fram­halds­nám fyr­ir kom­andi vormiss­eri og eru þær um það bil 60% fleiri en á sama tíma í fyrra. Reikna má með að um 16 þúsund nem­end­ur verði í skól­an­um á næsta ári.

Há­skóli Íslands hef­ur tekið inn nem­end­ur í tak­markaðan hluta náms­leiða í grunn- og fram­halds­námi á vormiss­eri ár hvert. Um­sókn­ar­fresti um grunn­nám lauk 30. nóv­em­ber sl. og bár­ust skól­an­um alls 617 um­sókn­ir. Það er um 50% fleiri um­sókn­ir en á sama tíma í fyrra þegar þær voru 414.

Fram­lengd­um um­sókn­ar­fresti um fram­halds­nám lauk 31. októ­ber en þó var hægt að sækja um inn­rit­un í til­tekn­ar náms­leiðir til viðbót­ar­náms á meist­ara­stigi til 30. nóv­em­ber. Nú ligg­ur fyr­ir að sam­an­lagður fjöldi um­sókna á fram­halds­stigi er tæp­lega 1.150 en hann var tæp­lega 680 í fyrra. Fjölg­un um­sókna í fram­halds­námi nem­ur því nærri 70% milli ára og heild­ar­fjölg­un um­sókna um nám við skól­ann á vormiss­eri nærri 60% á milli ára sem fyrr seg­ir. Tekið skal fram að inni í þess­um töl­um eru ekki um­sókn­ir um doktors­nám að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Kem­ur í kjöl­far met­fjölda um­sókna í vor

„Þessi mikli áhugi á námi við Há­skóla Íslands kem­ur í kjöl­far met­fjölda um­sókna sem skól­an­um barst í vor og helg­ast að lík­ind­um af áhrif­um kór­óna­veirunn­ar á ís­lenskt sam­fé­lag og at­vinnu­líf. Marg­ir hafa kosið að sækja sér frek­ari mennt­un og efla þannig stöðu sína í því erfiða at­vinnu­ástandi sem rík­ir í land­inu,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Há­skóla Íslands.

Met­fjöldi stund­ar nú nám við Há­skóla Íslands eða tæp­lega 15.000 manns. Miðað við þann fjölda um­sókna sem Há­skól­an­um barst fyr­ir vormiss­eri má reikna með að nem­enda­fjöldi við skól­ann verði vel í kring­um 16 þúsund á nýju ári.

„Af þess­ari miklu fjölg­un um­sókna sést hversu mik­il­væg stofn­un Há­skóli Íslands er í ís­lensku sam­fé­lagi. Skól­inn býður upp á nám sem svar­ar kalli tím­ans. Við tök­um fagn­andi á móti nýj­um nem­um en minn­um stjórn­völd jafn­framt á mik­il­vægi þess að fjár­magna þessa fjölg­un. Við Há­skóla Íslands höf­um við gæði starfs­ins að leiðarljósi og til að viðhalda gæðum er nauðsyn­legt að starf­sem­in sé fjár­mögnuð,“ seg­ir Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands, í til­kynn­ingu.

mbl.is