Þreyta eftir álagið og veruleg hætta á kulnun

Landakotsspítali
Landakotsspítali mbl.is/Sigurður Bogi

„Við finn­um að farið er að gæta veru­legr­ar þreytu meðal hjúkr­un­ar­fræðinga og annarra heil­brigðis­starfs­manna sem hafa staðið vakt­ina í erfiðum bylgj­um Covid á ár­inu. Sjaldn­ast hef­ur skap­ast neitt svig­rúm til þess veita starfs­fólk­inu frí til hvíld­ar eft­ir þess­ar erfiðu vinnu­t­arn­ir. Slíkt get­ur haft erfiðar af­leiðing­ar.“

Þetta seg­ir Guðbjörg Páls­dótt­ir, formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga, í um­fjöll­un um mál  þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Þótt vænta megi bólu­efn­is við kór­ónu­veirunni á næstu vik­um er sig­ur ekki unn­inn. Páll Matth­ías­son for­stjóri Land­spít­al­ans seg­ir í pistli sem hann birti á vef sjúkra­húss­ins fyr­ir helg­ina að fram und­an séu krefj­andi tím­ar. Tryggja verði ör­yggi og sótt­varn­ir, því smit­andi veira leyn­ist um sam­fé­lagið allt. Jafn­vel þeir sem gæti sín mest og best eigi á hættu að smit­ast. Fara þurfi var­lega, sér­stak­lega nú á næstu vik­um þegar bú­ast megi við meiri um­gengni manna á milli en í ann­an tíma

Far­sótta­nefnd Land­spít­ala fylg­ist því grannt með fram­vind­unni og mik­il­vægt sé að fara eft­ir þeim ein­földu en góðu ráðum um smit­varn­ir sem gef­in hafi verið út.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: