244 grásleppusjómenn styðja kvótasetningu ráðherra

Fulltrúar undirskriftasöfnunarinnar, þeir Ólafur Örn Ásmundsson, Einar Sigurðsson og Stefán …
Fulltrúar undirskriftasöfnunarinnar, þeir Ólafur Örn Ásmundsson, Einar Sigurðsson og Stefán Guðmundsson, afhentu sjávarútvegsráðherra stuðningsyfirlýsingu meirihluta handhafa grásleppuveiðileyfa við kvótasetningu grásleppuveiða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristjáni Þór Júlí­us­syni, land­búnaðar- og sávar­út­vegs­ráðherra, var í dag af­hent stuðnings­yf­ir­lýs­ing við frum­varp ráðherr­ans um kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða frá 244 hand­höf­um grá­sleppu­veiðileyfa, það er um 54% allra leyf­is­hafa á land­inu.

Mikið var deilt um til­hög­un veiðanna í ár þar sem marg­ir grá­sleppu­sjó­menn náðu varla að nýta veiðidag­ana sem gert var ráð fyr­ir.

Þá seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að með kvóta­setn­ingu mun „all­ur fyr­ir­sjá­an­leiki og áætlana­gerð þeirra sem málið varðar, batn­ar til muna frá því sem verið hef­ur. Má þar nefna margra mánaða und­ir­bún­ing veiðarfæra, báta, mannaráðninga, vinnslu­ferla, samn­ings­ferla kaup­enda og selj­enda inn­an­lands sem er­lend­is, áætlana­gerð í sölu og markaðsmá­l­um.“

„Við und­ir­ritaðir full­trú­ar grá­sleppu­út­gerða og hand­haf­ar grá­sleppu­leyfa lýs­um yfir full­um stuðningi við frum­varp ráðherra um að grá­sleppa lúti veiðistjórn­un með afla­marki,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. „Öruggt má telja að afla­marks stýr­ing leiði af sér minna sókn­arálag þeirra er sækja verðmæt­in í greip­ar Ægis í viðsjár­verðum aðstæðum þegar allra veðra er von . Öfugt við keppni í tak­mörkuðum fjölda veiðidaga.“

Óskað er eft­ir því að kvóta­setn­ingu verði komið á sem fyrst þannig að hægt sé að gera viðeig­andi ráðstaf­an­ir vegna vertíðar­inn­ar á næsta ári.

Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, tekur við undirskriftunum og …
Kristján Þór Júlí­us­son, land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, tek­ur við und­ir­skrift­un­um og stuðnings­yf­ir­lýs­ingu í morg­un. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Aðeins 24% sögðu nei

Hóp­ur inn­an og utan Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda hafði frum­kvæði að und­ir­skrifta­söfn­un­inni og stóð hún í tíu daga og segja skipu­leggj­end­ur til­gang­inn hafi fyrst og fremst verið að kanna stuðning við frum­varpið meðal grá­sleppu­sjó­manna.

Það eru 449 grá­sleppu­leyf­is­haf­ar á land­inu og var haft sam­band við 321 eða 71% þeirra, af þeim sögðust aðeins 77 eða 24% ekki vilja taka þátt í yf­ir­lýs­ing­unni. Telja þeir sem að söfn­un­inni standa að þetta staðfesti að „ein­hliða mál­flutn­ing­ur and­stæðinga afla­marks stýr­ing­ar í þessu til­tekna máli nýt­ur minna fylg­is en vænta mátti.“

Um nokk­urt skeið verið deilt inn­an Lands­sam­bands smá­báta­veiða um hvernig sé best að haga veiðunum og hafa meðal ann­ars deil­ur gerst op­in­ber­ar í pistl­um á vef sam­bands­ins.

mbl.is