Fluttur með þyrlu á Landspítalann

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GRO.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GRO. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út í gær vegna veik­inda eins skip­verja tog­skips sem statt var um 50 sjó­míl­ur norðaust­ur af Horni.

Skip­stjóri skips­ins hafði sam­band við stjórn­stöð Gæsl­unn­ar síðdeg­is og óskaði eft­ir aðstoð. TF-GRO, þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar, tók á loft frá Reykja­vík­ur­flug­velli á fimmta tím­an­um og var kom­in að skip­inu rúmri klukku­stund síðar.

Vel gekk að hífa skip­verj­ann um borð í þyrluna og um klukk­an 18:00 var aðgerðum þyrlu­sveit­ar við skipið lokið. Skip­verj­inn var flutt­ur á Land­spít­al­ann í Foss­vogi en þar lenti þyrl­an á átt­unda tím­an­um í gær­kvöld að því er seg­ir á Face­book-síðu Land­helg­is­gæsl­unn­ar í gær. 

mbl.is