Púðurskot skipherra til heiðurs gerði fólk skelkað

Það var töluvert umstang í Reykjavíkurhöfn vegna starfsloka Halldórs B. …
Það var töluvert umstang í Reykjavíkurhöfn vegna starfsloka Halldórs B. Nelletts, en púðurskotum var hleypt af honum til heiðurs. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Nokkr­um virðist hafa brugðið þegar drun­ur eða spreng­ing­ar heyrðust í miðborg Reykja­vík­ur í dag og höfðu ein­hverj­ir þeirra sam­band við mbl.is vegna þessa.

Ekki var þó ástæða til að ótt­ast þar sem ein­ung­is var um að ræða púður­skot af varðskip­inu Tý til heiðurs Hall­dóri B. Nell­et skip­herra sem kom til hafn­ar í síðasta sinn á varðskip­inu Þór, en tæp hálf öld er síðan hann hóf störf hjá Land­helg­is­gæsl­unni.

„Þetta er ára­löng hefð að þegar skip­herr­ar ljúka starfs­ferl­in­um hef­ur þessi hátt­ur verið hafður á að hleypt er af þrem­ur púður­skot­um,“ seg­ir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar í sam­tali við 200 míl­ur. Hann seg­ir að sam­hliða púður­skot­un­um hafi áhöfn­in á Tý staðið heiðursvörð, en það er á leið til sjós nú þegar Þór hef­ur komið til hafn­ar.

„Þetta er mót­taka fyr­ir Hall­dór sem nú er að ljúka störf­um eft­ir tæp­lega 50 ár,“ bæt­ir Ásgeir við.

mbl.is