Þakkað fyrir óeigingjarn starf í þágu þjóðar

Halldóri B. Nellett var mætt með heiðursverði á bryggjunni í …
Halldóri B. Nellett var mætt með heiðursverði á bryggjunni í morgun. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Halldór B. Nellett, skipherra á varðskipinu Þór, lauk tæplega hálfrar aldar ferli hjá Landhelgisgæslunni þegar varðskipið kom til hafnar í Reykjavík í morgun og var heiðraður af samstarfsfélögum við komuna til Reykjavíkur, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Áhafnir beggja varðskipa, Þórs og Týs, stóðu heiðursvörð þegar skipið sigldi til hafnar og stóðu nokkrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar einnig heiðursvörð á bryggjunni þegar Halldór steig frá borði og þremur púðurskotum var skotið úr fallbyssu honum til heiðurs. Georg Kr. Lárusson tók á móti honum við komuna og þakkaði honum fyrir óeigingjarn starf í þágu lands og þjóðar.

Viðtal við Halldór verður birt í sérblaði 200 mílna sem mun fylgja Morgunblaðinu á laugardag.

Komu skipherrans til hafnar var fagnað.
Komu skipherrans til hafnar var fagnað. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is