Loftslagsmarkmið Katrínar „billegt kosningaloforð“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spyr hvort Vinstri græn og Sjálf­stæðis­flokk­ur séu ekki ósam­stíga þegar kem­ur að lofts­lags­mál­um og hvort Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, væri nokkuð reiðubú­inn til þess að fjár­magna mark­mið í lofts­lags­mál­um sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra kynnti í morg­un.

„Kem­ur til greina, hæst­virt­ur fjár­málaráðherra, að stjórn­ar­flokk­arn­ir kjósi ein­fald­lega með breyt­ing­ar­til­lögu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar við fjár­lög, um auk­in fram­lög til lofts­lags­mála, svo ein­hver raun­veru­leg­ur mögu­leiki sé á að við get­um efnt þetta? Eða er þetta ein­ung­is bil­l­egt kosn­ingalof­orð úr for­sæt­is­ráðuneyt­inu?“ spurði Logi á Alþingi í dag.

Eft­ir þrjú ár í rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks kynn­ir for­sæt­is­ráðherra ný mark­mið í lofts­lags­mál­um. Í stað þess að draga los­un sam­an um 40%, sem hef­ur þótt metnaðarlítið, er nú stefnt að 55% sam­drætti,“ sagði Logi og bætti við: 

„Við upp­haf 2. umr. fjár­laga í dag ligg­ur hins veg­ar fyr­ir að þessi nýju áform hæst­virts for­sæt­is­ráðherra eru ófjár­mögnuð, ein­ung­is 0,1% aukn­ing af lands­fram­leiðslu til um­hverf­is­mála, við þekkj­um það, og svo sann­ar­lega er ekki gert ráð fyr­ir þess­um nýju mark­miðum í fjár­lög­um. 

Ég spyr því ein­fald­lega: Er rík­is­stjórn­in ekki held­ur ósam­stiga ef hæst­virt­ur fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins er ekki til­bú­inn til að fjár­magna mark­mið hæst­virts for­sæt­is­ráðherra og for­manns Vinstri grænna í fjár­lög­um?

Lamdi frá sér

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, var næst­ur í pontu á eft­ir Loga og sagði að nú­ver­andi rík­is­stjórn hafi sýnt skýr­an vilja til þess að gera vel í lofts­lags­mál­um.

Hann sagði breyt­ing­ar­til­lögu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar við fjár­lög upp á 20 millj­arða króna út í hött. Fara mætti aðrar leiðir að því að ná mark­miðum stjórn­valda í lofts­lags­mál­um eins og að koma á íviln­un­um fyr­ir fyr­ir­tæki í einka­geir­an­um.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Ég er ekki al­veg sann­færður um að í rúm­lega 1.000 millj­arða fjár­lög­um þurfi að bæta við 1 millj­arði í þenn­an mála­flokk til að ár­angr­in­um megi ná. Það sem við eig­um að gera er að skoða hvort við get­um for­gangsraðað rúm­lega 1.000 millj­örðum þannig að þessi eini millj­arður að meðaltali á ári á tíu árum fari til þess­ara verk­efna. Það eru marg­ar leiðir að því mark­miði, eins og ég sagði áðan, m.a. að koma með íviln­an­ir fyr­ir einka­geir­ann og það frum­varp er að koma núna til þings­ins.

mbl.is