Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson og samkvæmisdansarinn Ástrós Traustadóttir eru hætt saman. Fréttablaðið greinir frá sambandsslitunum. Parið fann ástina í lok síðasta árs og fagnaði árinu 2020 saman um síðustu áramót.
Ástrós og Heiðar Logi eru hætt að fylgja hvort öðru á Instagram en bæði eru þau virk á samfélagsmiðlinum. Atvinnubrimbrettakappinn Heiðar Logi er með fjölda fylgjenda enda duglegur að birta ævintýralegar myndir af sér. Ástrós varð þekkt eftir þátttöku sína í þættinum Allir geta dansað á Stöð 2. Þar dansaði hún fyrst við hlaðvarpsstjörnuna Sölva Tryggvason en í seinni þáttaröðinni var fótboltastjarnan Veigar Páll Gunnarsson dansfélagi hennar.