Birta tölvupóstsamskipti Seðlabanka og Kastljóss

Dagsetningar tölvupóstsamskiptanna ná yfir fimm vikna tímabil.
Dagsetningar tölvupóstsamskiptanna ná yfir fimm vikna tímabil. mbl.is/Golli

Sam­herji hef­ur birt á heimasíðu sinni tölvu­póst­sam­skipti Kast­ljóss við Seðlabanka Íslands. Eru sam­skipt­in á milli Ingi­bjarg­ar Guðbjarts­dótt­ur, þáver­andi fram­kvæmda­stjóra gjald­eyris­eft­ir­lits Seðlabank­ans og Helga Selj­an frétta­manns Rík­is­út­varps­ins í aðdrag­anda um­fjöll­un­ar Kast­ljóss um verðlagn­ingu á karfa.

Sam­skipt­in fékk Sam­herji af­hent frá Seðlabanka Íslands. Tölvu­póst­arn­ir á milli Helga og Ingi­bjarg­ar eru frá 20. fe­brú­ar til 26. mars árið 2012. Í ljósi þessa er því haldið fram að Seðlabank­inn hafi sagt ósatt fyr­ir héraðsdómi árið 2015 um að eng­in sam­skipti hefðu átt sér stað við fjöl­miðla í aðdrag­anda hús­leit­ar sem fram­kvæmd var 27. mars.

Þá er því m.a. haldið fram að heim­ild­armaður Rík­is­út­varps­ins hafi dregið ásak­an­ir um und­ir­verðlagn­ingu til baka þrem­ur vik­um fyr­ir hús­leit og sýn­ingu þátt­ar Kast­ljóss um málið. Þrátt fyr­ir það hafi full­yrðing­ar um und­ir­verðlagn­ingu verið haldið fram í þætt­in­um.

Þá seg­ir að það liggi fyr­ir að Ingi­björg hafi und­ir­ritað beiðni um hús­leit hjá Sam­herja og síðar kær­ur á hend­ur Sam­herja. Er því haldið fram að það hafi verið gert þó „til­tekn­um ein­stak­ling­um, var kunn­ugt um að ásak­an­ir á hend­ur fyr­ir­tæk­inu byggðust á rang­færsl­um,“ seg­ir á heimasíðu fyr­ir­tæks­ins.

Samherji var sýknaður af ásökunum um undirverðlagningu.
Sam­herji var sýknaður af ásök­un­um um und­ir­verðlagn­ingu.

Tel­ur sam­skipti óeðli­leg 

„Þess­ir tölvu­póst­ar staðfesta það sem okk­ur hef­ur lengi grunað og höf­um sagt áður. Þáver­andi stjórn­end­ur Seðlabank­ans héldu frá okk­ur gögn­um og töldu það ekki eft­ir sér að fara vís­vit­andi með rangt mál fyr­ir dóm­stól­um. Við birt­um þessa tölvu­pósta núna svo fólk geti séð svart á hvítu að sam­skipti Rík­is­út­varps­ins og Seðlabank­ans í aðdrag­anda hús­leit­ar­inn­ar voru mjög óeðli­leg. Þess­ar stofn­an­ir höfðu sam­an­tek­in ráð um árás á Sam­herja á grund­velli ásak­ana sem starfs­fólk þess­ara stofn­ana vissi að eng­inn fót­ur var fyr­ir, sem er auðvitað grafal­var­legt,“ er haft eft­ir Þor­steini Má Bald­vins­syni, for­stjóra Sam­herja á heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina