Niðurstöður í næstu viku

Hafís hamlaði loðnuleit á svæði úti af Vestfjörðum.
Hafís hamlaði loðnuleit á svæði úti af Vestfjörðum.

Reiknað var með að loðnu­leit og -mæl­ing­um fjög­urra veiðiskipa í sam­vinnu við Haf­rann­sókna­stofn­un lyki í gær­kvöldi. Niður­stöður mæl­ing­anna eru vænt­an­leg­ar í næstu viku.

Spurður hvort lík­ur hafi auk­ist á því að gef­inn verði út upp­hafskvóti til loðnu­veiða í byrj­un nýs árs sagði Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur og leiðang­urs­stjóri, í gær að hann hefði ekk­ert um það að segja á þess­ari stundu.

Bæði kynþroska og eins árs loðna sást úti fyr­ir Norður­landi og mest úti af Vest­fjörðum og við Kol­beins­eyj­ar­hrygg. Birk­ir seg­ir að meira hafi verið af kynþroska loðnu, sem væri hluti af veiðistofni, á aust­ur­svæðinu.

Hann seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag að tek­ist hafi að fara yfir allt svæðið sem fyr­ir­hugað var að kanna, að und­an­skildu Græn­lands­sundi, en um 50 sjó­míl­ur úti af Vest­fjörðum hafi haf­ís hamlað för.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: