Orkunotkunin langmest hér

Orku­notk­un heim­ila á ein­stak­ling er mest á Íslandi í sam­an­b­urði við önn­ur ríki inn­an Evr­ópu sam­kvæmt töl­um um orkuflæði sem Hag­stofa Íslands birt­ir nú í fyrsta skipti.

Þessi sam­an­b­urður gild­ir sér­stak­lega fyr­ir árið 2017 en þetta er nýj­asta árið sem gögn frá öll­um lönd­um Evr­ópu liggja fyr­ir.

Orku­notk­un, þegar ein­göngu er litið á orku sem fór til heim­il­is­nota, var tæp 77 MJ á ein­stak­ling hér­lend­is. Næstu lönd á eft­ir eru Svíþjóð (57 MJ/​ein­stak­ling) og Finn­land (55 MJ/​ein­stak­ling). Þá koma Lúx­em­borg, Dan­mörk og Nor­eg­ur á þenn­an mæli­kv­arða en heim­il­is­hit­un í Lúx­em­borg er al­mennt með bruna á jarðgasi sem hef­ur í för með sér meiri orkutöp en þegar hiti er fram­leidd­ur í orku­ver­um.

Hita­notk­un 60% af heild­ar­notk­un heim­il­anna

Árið 2018 var hita­notk­un um 60% af heild­ar­orku­notk­un heim­ila á Íslandi. Jarðefna­eldsneyti var rúm­lega fjórðung­ur en af­gang­ur­inn raf­orka. Sam­tals orku­notk­un heim­ila hef­ur verið á bil­inu 240-260 petajúl (PJ) frá 2014 til 2018 en árið 2019 fór orku­notk­un upp í 283 PJ sam­kvæmt bráðabirgðarút­reikn­ingi en nán­ar er hægt að lesa um þetta á vef Hag­stofu Íslands.

mbl.is