Harpa Lind Sigurðardóttir starfar á hárgreiðslustofunni Blondie. Hún sýnir hér hvernig við getum töfrað fram fallegar jólahárgreiðslur á einfaldan hátt. Harpa Lind byrjaði á því að þvo hárið með Momo-sjampói og -næringu frá Davines. Hárið var síðan blásið upp úr Liquid spell frá Davines, Blow out spray og Seasalt frá Label.m og Oi oil frá Davines.
1. Byrjað var á að úða Texturizing volume spray frá Label.m í hárið. Öllu hárinu var skipt og sett í tvö tögl aftan á hnakkanum. Snúið var upp á töglin og þau fest þannig að þau mynduðu lykkju. Lykkjurnar voru síðan vafðar saman og festar með spennum. Spreyjað var Medium Hairspray frá Davines yfir í lokin.
Eins og sést á myndunum eru þetta allt fantaflottar hárgreiðslur sem lífga upp á hárið í mesta skammdeginu.
2. Harpa Lind byrjaði á því að úða allt hárið með Texturizing volume spray frá Label.m. Eftir það var um það bil helmingur af hárinu tekinn í þrjú tögl. Öllum töglunum var snúið í einn hring og svo voru þau fest saman í eina teygju. Spenna var sett yfir teygjuna og úr varð falleg og fljótleg hárgreiðsla. Medium Hairspray frá Davines var úðað yfir til þess að greiðslan entist.
3. Allt hárið er krullað með HH Simonsen ROD VS4 sem er keilukrullujárn. Krullurnar eru hristar og spreyjaðar með Texturizing volume spray frá Label.m til að fá smá lyftingu svo greiðslan haldist fram yfir miðnætti. Fest er lítil spenna sem skraut öðrum megin til að fá meira líf í hárið.