Þrjár leiðir til að fá flottasta jólahárið

Harpa Lind Sig­urðardótt­ir starfar á hár­greiðslu­stof­unni Blondie. Hún sýn­ir hér hvernig við get­um töfrað fram fal­leg­ar jóla­hár­greiðslur á ein­fald­an hátt. Harpa Lind byrjaði á því að þvo hárið með Momo-sjampói og -nær­ingu frá Dav­ines. Hárið var síðan blásið upp úr Liquid spell frá Dav­ines, Blow out spray og Sea­salt frá Label.m og Oi oil frá Dav­ines. 

1. Byrjað var á að úða Texturiz­ing volume spray frá Label.m í hárið. Öllu hár­inu var skipt og sett í tvö tögl aft­an á hnakk­an­um. Snúið var upp á tögl­in og þau fest þannig að þau mynduðu lykkju. Lykkj­urn­ar voru síðan vafðar sam­an og fest­ar með spenn­um. Spreyjað var Medi­um Hairspray frá Dav­ines yfir í lok­in.

Eins og sést á mynd­un­um eru þetta allt fanta­flott­ar hár­greiðslur sem lífga upp á hárið í mesta skamm­deg­inu.

2. Harpa Lind byrjaði á því að úða allt hárið með Texturiz­ing volume spray frá Label.m. Eft­ir það var um það bil helm­ing­ur af hár­inu tek­inn í þrjú tögl. Öllum tögl­un­um var snúið í einn hring og svo voru þau fest sam­an í eina teygju. Spenna var sett yfir teygj­una og úr varð fal­leg og fljót­leg hár­greiðsla. Medi­um Hairspray frá Dav­ines var úðað yfir til þess að greiðslan ent­ist.

3. Allt hárið er krullað með HH Simon­sen ROD VS4 sem er keilukrullu­járn. Krull­urn­ar eru hrist­ar og spreyjaðar með Texturiz­ing volume spray frá Label.m til að fá smá lyft­ingu svo greiðslan hald­ist fram yfir miðnætti. Fest er lít­il spenna sem skraut öðrum meg­in til að fá meira líf í hárið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: