Framsóknarmenn efna til póstkosningar um framboðslista

Skagaströnd. Póstkosning um framboðslista Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi mun fara fram …
Skagaströnd. Póstkosning um framboðslista Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi mun fara fram eftir áramót. mbl.is/Sigurður Bogi

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn í Norðvest­ur­kjör­dæmi hef­ur ákveðið að láta fara fram póst­kosn­ingu um val í fimm efstu sæti á fram­boðslista flokks­ins í kjör­dæm­inu fyr­ir næstu alþing­is­kosn­ing­ar, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá kjör­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi.

Þá seg­ir í til­kynn­ing­unni að fram­boðsfrest­ur til þátt­töku í póst­kosn­ing­unni renni út á há­degi þriðju­dag­inn 17. janú­ar 2021. At­kvæðaseðlar verða send­ir 1. fe­brú­ar og er frest­ur til að skila þeim til og með 26. fe­brú­ar.

Flokk­ur­inn hlaut tvö þing­sæti kjör­dæm­is­ins á Alþingi af átta, en þau skipa Ásmund­ur Ein­ar Daðasa­on, fé­lags- og barna­mála­ráðherra, og þingmaður­inn Halla Signý Kristjáns­dótt­ir.

mbl.is