Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að láta fara fram póstkosningu um val í fimm efstu sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir næstu alþingiskosningar, að því er fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Þá segir í tilkynningunni að framboðsfrestur til þátttöku í póstkosningunni renni út á hádegi þriðjudaginn 17. janúar 2021. Atkvæðaseðlar verða sendir 1. febrúar og er frestur til að skila þeim til og með 26. febrúar.
Flokkurinn hlaut tvö þingsæti kjördæmisins á Alþingi af átta, en þau skipa Ásmundur Einar Daðasaon, félags- og barnamálaráðherra, og þingmaðurinn Halla Signý Kristjánsdóttir.