Rannsókn lokið í Fishrot-málinu

James Hatuikulipi, einn þeirra ákærðu í Fishrot-málinu.
James Hatuikulipi, einn þeirra ákærðu í Fishrot-málinu. Ljósmynd/Seaflower

Rann­sókn yf­ir­valda er lokið í Fis­hrot-mál­inu svo­nefnda, að sögn sak­sókn­ar­ans Eds Mar­ondedze. Rétt­ar­höld­um í því máli hef­ur verið frestað fram til 5. fe­brú­ar svo sak­sókn­ar­inn geti tekið ákvörðun um hverja beri að ákæra og fyr­ir hvað. 

Und­ir í því máli eru sex­menn­ing­ar sem grunaðir eru um pen­ingaþvætti, mút­ur og fleira í tengsl­um við Sam­herja­skjöl­in. Bern­h­ard Esau og Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi ráðherr­ar í rík­is­stjórn lands­ins eru á meðal þeirra grunuðu. Hinir eru „há­karl­arn­ir“ og frænd­urn­ir James og Taw­son „Fitty“ Hatuikulipi, auk þeirra Ricar­do Gusta­vo og Pius Mwatelu­lo.

Rétt­ar­höld yfir sjö­menn­ing­un­um, sem ákærðir eru í Fis­hcor-mál­inu svo­kallaða, munu fara fram í Namib­íu í apríl á nýju ári.

Namib­íska dag­blaðið Nami­bi­an grein­ir frá þessu í dag, en Fis­hcor-málið var tekið fyr­ir í höfuðborg­inni Wind­hoek í morg­un.

mbl.is