Rannsókn yfirvalda er lokið í Fishrot-málinu svonefnda, að sögn saksóknarans Eds Marondedze. Réttarhöldum í því máli hefur verið frestað fram til 5. febrúar svo saksóknarinn geti tekið ákvörðun um hverja beri að ákæra og fyrir hvað.
Undir í því máli eru sexmenningar sem grunaðir eru um peningaþvætti, mútur og fleira í tengslum við Samherjaskjölin. Bernhard Esau og Sacky Shanghala, fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn landsins eru á meðal þeirra grunuðu. Hinir eru „hákarlarnir“ og frændurnir James og Tawson „Fitty“ Hatuikulipi, auk þeirra Ricardo Gustavo og Pius Mwatelulo.
Réttarhöld yfir sjömenningunum, sem ákærðir eru í Fishcor-málinu svokallaða, munu fara fram í Namibíu í apríl á nýju ári.
Namibíska dagblaðið Namibian greinir frá þessu í dag, en Fishcor-málið var tekið fyrir í höfuðborginni Windhoek í morgun.
Update: The Fishcor corruption case has been transferred to the High Court, where the six men currently charged and additional accused have to make a first pretrial appearance on 22 April.
— The Namibian (@TheNamibian) December 14, 2020
Video: Werner Menges pic.twitter.com/V8Dk7dx8sj