Útköll ársins mörg en ekki jafn alvarleg

Björgunarskip og -bátar Landsbjargar hafa sinnt þó nokkrum útköllum á …
Björgunarskip og -bátar Landsbjargar hafa sinnt þó nokkrum útköllum á árinu, en alvarleiki þeirra er minni en áður segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar. Ljósmynd/Landsbjörg

Útköll­um sjó­björg­un­ar­sveita fækkaði nokkuð milli ára og má meðal ann­ars rekja þá þróun til færri ferðamanna. Verk­efn­in voru þó næg hjá björg­un­ar­sveit­ar­mönn­um.

„Fjöldi út­kalla er svipaður og í fyrra. Þeim hef­ur fækkað meira hjá stóru björg­un­ar­skip­un­um okk­ar, sem er að ein­hverju leyti al­veg klár­lega tengt kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Það voru 53 út­köll á stóru skip­un­um sem er nokkuð und­ir meðaltali fyrri ára,“ seg­ir Örn Smára­son, verk­efna­stjóri sjó­björg­un­ar hjá Lands­björg.

Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar.
Örn Smára­son, verk­efna­stjóri sjó­björg­un­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hann seg­ir að þessa breyt­ingu megi meðal ann­ars rekja til þess að ferðamönn­um hafi fækkað mikið. „Björg­un­ar­skipið á Ísaf­irði hef­ur mikið verið að sinna sjúkra­flutn­ing­um af skemmti­ferðaskip­um og eins leit og björg­un í Horn­strandafriðland­inu, þeir fara úr næst­um þrjá­tíu út­köll­um í fyrra niður í níu. Þrátt fyr­ir að út­köll­in [á landsvísu] séu enn nokkuð mörg þá erum við ánægð með að al­var­leiki út­kall­anna hef­ur verið ei­lítið minni í ár en í fyrra.“

Örn seg­ir al­veg ljóst að af öll­um verk­efn­um árs­ins standi upp úr um­fangs­mik­il leit að skip­verja sem féll út­byrðis 18. maí þegar fiski­skipið sem hann var á var á leið til hafn­ar á Vopnafirði.

„Það fór gríðarlega mik­ill tími í skipu­lag á leit­inni og tóku þátt þrjú stór björg­un­ar­skip og átta minni bjarg­ir í leit í um þrjá daga. Þetta var skelfi­leg­ur at­b­urður og flókið verk­efni, kallaði á mik­inn mannafla. Senni­lega voru um 90 manns í verk­efn­inu að leita á sjó og á landi á sama tíma þegar mest lét.“

Í aðgerðunum komu við sögu björg­un­ar­bát­ar og -skip, drón­ar, flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar og neðan­sjáv­ar­dróni. Fjör­ur voru gengn­ar beggja vegna fjarðar­ins og svæði tví­leituð. Allt kom þó fyr­ir ekki og til­kynnti lög­regl­an á Aust­ur­landi 25. maí að skipu­lagðri leit væri hætt án þess að skip­verj­inn kæmi í leit­irn­ar.

Þá er einnig til­efni til að minn­ast á að björg­un­ar­skip hafi verið á Flat­eyri frá því að snjóflóðin féllu í janú­ar og langt fram á sum­ar í þeim til­gangi að tryggja Flat­eyr­ing­um vara­leið frá þorp­inu, seg­ir Örn.

Far­ald­ur­inn trufl­ar fé­lags­starf

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn truflaði sem bet­ur fer ekki björg­un­ar­getu fé­lags­ins á ár­inu, að sögn Arn­ar. „Við erum búin að vera með hug­ann mikið við þetta og fór­um strax mjög skil­virkt í það að koma til okk­ar fólks leiðbein­ing­um um búnað og per­sónu­varn­ir. Í sjó­björg­un hef­ur bless­un­ar­lega lítið reynt á þetta en menn hafa nýtt hanska og grím­ur. Sem bet­ur fer hafa sjúkra­flutn­ing­ar á sjó hitt ein­mitt á þann tíma sem eru lægðir í far­aldr­in­um, en mest var af þeim í sum­ar. Við höf­um verið mjög hepp­in hvað þetta varðar og sem bet­ur fer ekki þurft að fara í nein Covid-tengd verk­efni.“

Umfangsmikil leit stóð í Vopnafirði í maí.
Um­fangs­mik­il leit stóð í Vopnafirði í maí. Ljós­mynd/​Lands­björg

Hann seg­ir hins veg­ar að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hafi haft áhrif á allt fé­lags­starf og æf­ing­ar. „Það er auðvitað baga­legt, en menn eru hring­inn um landið að ein­beita sér að því að halda sér út­kalls­hæf­um og draga því mikið úr innra starfi, æf­ing­um og öðru slíku. Þó svo að við mun­um ná okk­ur aft­ur á strik er ekki gott að geta ekki haldið öllu við eins og venju­lega.“

Slysa­varn­ir sjó­manna

Þá seg­ir hann að helstu verk­efni næsta árs verði áætluð end­ur­skoðun á náms­efni fé­lags­ins auk þess sem mik­il­vægt sé að leggja áherslu á slysa­varn­ir sjó­manna og minna á neyðarrás­ina.

Stefnt hef­ur verið að um­fangs­mik­illi end­ur­nýj­un björg­un­ar­flota fé­lags­ins. Spurður hvort far­ald­ur­inn hafi haft áhrif á þau áform, svar­ar Örn: „Í sann­leika sagt þá óttuðumst við í mars að þurfa að gera al­gjört hlé á því verk­efni og bjugg­um okk­ur und­ir það. En í sum­ar ákvað rík­is­stjórn­in að aðstoða okk­ur við að end­ur­nýja þrjú af þrett­án stóru björg­un­ar­skip­un­um. Það er vissu­lega minna en við vonuðum en við erum mjög feg­in yfir þeim stuðningi sem þó er og nú er verið að ljúka við útboðsgögn vegna útboðs sem fer í gang strax á næsta ári.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: