Allt að 50 í fjöldahjálparstöð fyrir austan

Frá fjöldahjálparmiðstöðinni á Seyðisfirði.
Frá fjöldahjálparmiðstöðinni á Seyðisfirði. Ljósmynd/Guðjón Sigurðsson

Á bil­inu 40 til 50 manns haf­ast við í fjölda­hjálp­ar­stöð Rauða kross­ins sem var sett upp í fé­lags­heim­il­inu Herðubreið á Seyðis­firði eft­ir að tvær aur­skriður féllu þar fyrr í dag.

Ákveðið var að rýma hluta af svæði C í bæn­um en gat­an Botna­hlíð, sem er efst í bæn­um, er hluti af því. 

Komið var með auka fjöldahjálparbúnað frá Egilsstöðum.
Komið var með auka fjölda­hjálp­ar­búnað frá Eg­ils­stöðum. Ljós­mynd/​Guðjón Sig­urðsson

Fá auka búnað frá Eg­ils­stöðum 

Jón Brynj­ar Birg­is­son, sviðsstjóri inn­an­lands­sviðs hjá Rauða kross­in­um, reikn­ar með því að flest fólkið finni sér gist­ingu ann­ars staðar í bæn­um hjá vin­um og vanda­mönn­um. „Við erum með búnað ef ein­hverj­ir þurfa að gista þarna og við erum búin und­ir það. Það kem­ur ekk­ert í ljós fyrr en það líður á kvöldið,“ seg­ir Jón Brynj­ar.

Verið er að flytja auka fjölda­hjálp­ar­búnað í bæ­inn frá Eg­ils­stöðum. Vegna slæmr­ar færðar á Fjarðar­heiði hafa taf­ir orðið á ferðalag­inu. Í kerr­unni sem flutt er á milli eru neyðarbedd­ar, teppi, veit­ing­ar og fleira.

Frá fjöldahjálparmiðstöðinni.
Frá fjölda­hjálp­armiðstöðinni. Ljós­mynd/​Guðjón Sig­urðsson

Upp­fært kl. 19.19:

Það voru sjálf­boðaliðar Múla­sýslu­deild­ar Rauða kross­ins (deild­in nær yfir Fljóts­dals­hérað, Vopna­fjörð, Borg­ar­fjörð eystra og Seyðis­fjörð) sem opnuðu fjölda­hjálp­ar­stöðina í Herðubreið. Núna eru þar stadd­ir um 30 manns. Elduð var súpa handa þeim og viðbragðsaðilum.

Flest­ir eru komn­ir með gist­ingu hjá vin­um og ætt­ingj­um yfir nótt­ina en einnig hef­ur hót­el á staðnum boðið fólki gist­ingu. Lík­lega munu ein­hverj­ir gista í fjölda­hjálp­ar­stöðinni en ann­ars hef­ur allt gengið að ósk­um.  

mbl.is