KS gefur skólunum þrívíddarprentara

Frá afhendingu prentaranna í Árskóla á Sauðárkróki.
Frá afhendingu prentaranna í Árskóla á Sauðárkróki.

Stjórn­ar­menn í Kaup­fé­lagi Skag­f­irðinga (KS) og dótt­ur­fé­lagi þess, FISK Sea­food, komu fær­andi hendi í skól­ana í Skagaf­irði í liðinni viku og gáfu þeim þrívídd­ar­prent­ara, ásamt viðeig­andi for­rit­um.

Frá þessu er greint á vef Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar. Það voru Grunn­skól­inn aust­an Vatna á Hofsósi, Árskóli á Sauðár­króki og Varma­hlíðarskóli, ásamt Fjöl­brauta­skól­an­um á Norður­landi vestra, sem fengu þess­ar veg­legu gjaf­ir.

Þrívídd­ar­prent­ar­inn er af gerðinni Maker­Bot Repl­icator+, ásamt þrívídd­ar­for­rit­un­um Maker­Bot Print og Make­Bot Mobile.

„For­svars­mönn­um KS og skóla­yf­ir­valda finnst mik­il­vægt að nem­end­ur fái tæki­færi til að vinna með og læra á nýj­ustu tækni á þessu sviði til að vekja áhuga þeirra á þess­ari grein,“ seg­ir í frétt sveit­ar­fé­lags­ins. Þar er kaup­fé­lag­inu og dótt­ur­fyr­ir­tækj­um þakkað fyr­ir gjaf­ir og stuðning við skól­ana í Skagaf­irði í gegn­um tíðina.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: