Skriðan var komin upp að glugga

Þessa mynd tók Diljá af aurskriðunni fyrir utan gluggann hjá …
Þessa mynd tók Diljá af aurskriðunni fyrir utan gluggann hjá sér. Ljósmynd/Aðsend

Diljá Jóns­dótt­ir sem býr í Botna­hlíð á Seyðis­firði tel­ur að önn­ur aur­skriðan sem féll á svæðinu fyrr í dag hafi fyrst lent á hús­inu henn­ar. Áður en hún yf­ir­gaf húsið var skriðan kom­in upp að glugga hjá henni.

Hún seg­ir þetta hafa gerst um hálfþrjú­leytið. Hún og maður­inn henn­ar hringdu í lög­regl­una, sem mætti skömmu síðar á staðinn. Eft­ir það tók hún með sér tölv­ur, föt og kött­inn og leitaði skjóls á hót­el­inu Öld­unni sem þau hjón­in reka.

Maður­inn henn­ar varð eft­ir í hús­inu og ætlaði að negla þar fyr­ir glugga til að halda aur­skriðunni í burtu. 

Flest­ir fóru til ætt­ingja

Að sögn lög­regl­unn­ar á Aust­ur­landi búa tug­ir í hús­un­um í Botna­hlíð, sem voru rýmd fyrr í dag vegna aur­skriðunn­ar. Sú gata er efst í bæn­um. Flest­ir fóru af sjálfs­dáðum til ætt­ingja ann­ars staðar í bæn­um sem búa á ör­ugg­um svæðum.

mbl.is